Kosningablaðið - 19.01.1934, Síða 2
2
KOSNÍNQABLAÐIÐ
verið meiri en svo, að þeir hafa
engan fund haldið í sjóðsstjórn-
inni, þótt hún sé launuð úr ríkis-
sjóði samkvæmt lögunum, og hefir
því fulltrúi Sjálfstæðismanna i
sjöðsstjórninni, átt þar engan hlut
að máli.
Hvernig lízt ykkur á, ísfirzkir
verkamenn. Er hægt að sýna vel-
ferðarmálum ykkar meiri lítilsvirð-
ingu og afskiftaleysi en hér er
gert.
Svo djúpt ristir Htilsvirðingin og
afskiftaleysið um þetta mál, að
þrátt fyrir brottflutning Vilmundar
hefir enginn verið skipaður for-
maður I hans stað.
t>eir sitja þvi einir að sæmdinni,
Finnur og Vilmundur, með fram-
kvæmdina á þessu velferðarmáli
verkamanna.
Hver isfirzkur verkamaður og
sjómaður mun nú við bæjarstjórn-
arkosningarnar á morgun láta þessa
blekkingaloddara fá maklegan dóm
fyrir þessa frammistöðu sína.
ísfirzkur verkalýður mun ekki
láta þessa pilta blekkja sig oftar
í velferðarmálum sínum.
Fram til baráttu og
sigurs.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
til baráttu á morgun.
1. Gegn II ára óstjórn krat-
anna, sem leitt hefir af sér
örþrota bæjar- og hafnar-
sjóðs að fé og ráðum.
2. Gegn sívaxandi atvinnu-
leysi, með því að auka at-
vinnulíf bæjarins.
3. Gegn hraðvaxandi fá-
tækraframfæri margra manna,
sem vinnufærir eru, og er að
vaxa gjaldþoli bæjarbúa yfir
höfuð.
4. Gegn flokkseínræði ör-
fárra kratabrodda, til þess að
allir bæjarbúar geti notið
frelsis og sjálfstæðis um fram-
kvæmdir sínar.
5. Gegn stéttaárásum, stétta-
hatri, sundrungu og illdeilum,
sem eru helztu vopnin í valda-
baráttu kratabroddanna.
6. Gegn því fáheyrða óhæfu
verki, að verkafólk og sjómenn
sé rænt réttmætum og lög-
skyiduðum framlögum, eins og
kratabroddarnir hér hafa gert
um framlög til verkamanna-
bústaða.
Sjálfstæðismenn! Markið
hátt og fáum 5 fulltrúa í bæj-
arstjórn.
Kveðju svarað.
í síðasta „Skutli" (16. þ.m.) sendi
Hannibal Valdemarsson formaður
verkamannafélagsins hér, hinu
fyrirhugaða nýja útgerðarfélagi
sem eg er að undirbúa stofnun
að hér í bænum, sina venjulegu
kratakveðju. Eg vii vekja athygli
sjómanna og allra ísfirðinga, sem
á annaðborð lesa Skutul, á vin-
arhug kratanna til þeirra manna,
sem vilja beita sér fyrir nýjum
framkvæmdum i þessum bæ, á
frjálsum og heiðarlegum grund-
velli. Eg get sagt Hannibal það
að það koma til mín fjöldi sjó-
manna og annara ísfirðinga dag-
lega, sem bjóðast til að styrkja
útgerðarfélagið með fjárframlög-
um.
Hannibal getur ennfremur reitt
sig á, að einokunarbrölt kratanna
er á enda hér á ísafirði og með
stofnun hins nýja útgerðarfélags
verður það kveðið í kútinn.
Hannibal getur sparað sér allar
vonir af því, að gelt hans og
kratanna hefir ekki nein áhrif á
stofnun og framkvæmdir hins nýja
útgerðarfélags.
ísafirði, 19/1. 1934.
Björgvin Bjarnason.
Sameiginlegan
undirbúningsfund
fyrir bæjarstjórnarkosninguna á
morgun héldu A, B og C listinn
í Qood-Templarahúsinu í gær-
kveldi. Var rafleiðsla frá Q. T.-
húsinu í Bíóhúsið og þar sett upp
gjallarhorn og til þess ætlast, að
fólk gæti í Bíóhúsinu einnig hlýtt
á mál manna, en mikill misbrestur
var á því. Fjöldi fólks varð að
hverfa frá G. T.-húsinu, sökum
þrengsla, og var því margt kjós-
enda, sem hvergi komst að.
Upphaflega hafði verið til þess
ætlast, að fundinum yrði útvarpað
með lítilli sendistöð á stuttbylgjum
(200 metr.) en fórst fyrir. Hafði
slfkt fyrirkomulag þö verið hið
ákjósanlegasta fyrir alla.
Á fundinn var ekki mikinn fróð-
leik að sækja um bæjarmál eða
bæjarmálahorfur. Sérstaklega vör-
uðust kratarnír að koma tnjög
nærri slikum málum, en notuðu
i þess stað óspart persónulegar
ýfingat og stóryrði.
í byrjuti fundarins gaf Jón
Auðunn Jónsson glögt yfirlit yfir
hag bæjarins, samanborið við hag
ýmsra annara kaupstaða hér á
landi og lítur sá samanburður
þannig út:
ísafjörður: Skattskyldar eignir
1.998.800 kr. skattskyldar tekjur
934.430 kr. útsvör 1932 205 þús.
kr. Útsvör af samanlögðum skatt-
skyldum tekjum og eignum 7%,
af skattskyldum íekjum 22°/0.
Akureyri: skattskyldar eignir
8.240.000 kr., skattskyldar tekjur
1.860.000 kr. Útsvör 1932 252 þús.
kr. Útsvör af skattskyldum tekjum
og eignum 2,50/°, af skattskyldum
tekjum 13^/a^/o-
Reykjavík: Skattskyldar eignir
55.674.000 kr., skattkyldar tekjur
26.200.000 kr. Útsvör 1932 2.480
þús. kr. sem er af skattskyldum
eignunt og tekjum 3%, af skatt-
skyldum tekjum 91/a°/o tii þess að.
útsvarsbyrði ísafjarðar væri í hlut-
falli við Reykjavík og Akureyri
miðað við skattskyldar tekjur ætti
húr. að vera um 110 þús. krónur,
eða nálega helmingi lægri en þau
eru riú.
bað hefir verið reynt að blekkja
ísfirðinga í útsvarsmálunum, en
tölurnar segja sitt um gjaldþung-
ann, sem hvílir eins og mara á
flestra herðum.
Fátækraframfæri af skattskyld-
um tekjum: ísafjörður 82.480 kr.
ca. 9%. Reykjavik 690.000 kr. ca.
23/4%. Akureyri 69.000 kr. ca.
3%0/0. Siglufjörður 39.000 kr. ca.
5V4°/0.
Skattskyldar eignir á hvern íbúa:
ísafjörður um 830 kr. Akureyri
um 2000 kr. Reykjavik um 1800
kr.
Skuldir bæjarsjóðanna af skatt-
skyldum eignum bæjarbúa: ísa-
fjörður 670 þús. kr. um 33%. Ak-
ureyri 650 þús. kr. um 8°/0. Reykja-
vík 3540 þús. kr. um 6V20/0- Sigiu-
fjörður 300 þús. kr. um 18%.
Í skuldunum eru ekki taldar
skuldir fyrirtækja bæjanna, þeirra
sem gefa árlegan arð.
Finnur forstjóri reyndi af veik-
um mætti að bera í bætifláka
fyrir stjórn þeirra kratanna. En
hann gleymdi f þvi 'sambandi
mörgurn sjóðum, sem bærinn átti
í handbæru fé, og hann og fylg-
istnenn hans áttu að varðveila,
en hafa löngu eytt og uppetið.
Sigurjón Jónsson benti Finni
á, hvernig framkoma hans hefði
reynst á Alþingi gagnvart nauð-
synjamálum alþýðu í kaupstöðum.
Bar Finnur þær sakir ekki af
sér.
Hagalín sagði gamansögur og
kitlaði hláturtaugarnar; það er
hans sérstaka hlutverk, en Hanni-
bal óð elginn, eins og vant er.
Hafði hanti ekkert sér til máls-
bóta, siðar á fundinum, að sögn,
annað en nazistaræðu, sem hann
hefir vist sjálfur samið.
Af ræðum þeirra kommúnist-
anna er ekkert sérlega frásagnar-
vert. Þær voru sama gamla ræðan
endurtekinn: Nýjar kröfur, auknar
kröfur.
Margt manna talaðí á fundinum
og stóð til kl. 4Va um nóttina. En
rúm blaðsins leyfir ekki að rekja
frekar fundartíðindin.
Finnur forstjóri.
Finnur forstjóri heldur þvi mjög
á lofti, bæði i blöðutn og á mann-
fundum, að Sjálfstæðismenn of-
sæki Samvinnufélag ísfirðinga.
Þetta er með öllu rangt. Það
er einmitt Finnur, sem hvervetna
hefir dregið Samvinnufélagið inn
f aðrar deilur. Við alþingiskosn-
ingarnar í sumar hrópaði Finnur:
Að nú skildi kjósa um Samvinnu-
féfagið.
Áður en bæjartnáladeilurnar
hér byrjuðu fyrir alvöru, hefir
Finnur tekið upp sama siðinn:
Nú skyldi kjósa um Samvinnu-
félagið.
Þegar Finnur kvað upp þessi
heróp, mátti honum bezt vera
Ijóst, sem forstjóra félagsins, hve
hættulegt þetta var, þar sem hag-
ur félagsins, eins og nú stendur,
er sýnilega mjög örðugur.
Einmitt þessi heróp forstjórans
ollu því, að frá hlið Sjálfstæðis-
manna voru dregin fram i dags-
Ijósið nokkur atriði úr starfrækslu
félagsins, sem beint snertu við-
skifti þess við hafnarsjóð og að
gefnu tilliti eftir athugasemd frá
endurskoðanda.
Þá strax var orðið upplýst um
ýms önnur athugaverð atriði í
starfræksiu félagsins, sem þó voru
ekki birt.
En að þessu gefna tilefni frá
forstjóra félagsins sjálfs, þykir
rétt að upplýsa, að Samvinnufé-
lagið skuldaði rfkissjóði nú um
áramótin 48 029,44 auk vaxta —
frekleg fjörutíu og átta þúsund
krónur.
Þá hefir einnig verið minnst
lítillega á loforð forstjórans um
uppbótargreiðslur, sömuleiðis að
gefnu tilefni frá forstjóranum.
Það er svo langt frá þvf, að
Sjálfstæðismenn hafi stutt að,
eða óskað þess, að Samvinnufé-
laginu farnaðist illa, enda hefði
forstjórinn ekki látið þá taka af
sér ráðin um þá hluti.
Forstjórinn hefir varðveitt eign-
ir og sjóði félagsins, og hann,
ásamt stjórn félagsins, verður að
metast um hvernig komið er.
Um ástand Samvinnufélagsins
er alveg óþarft að ræða vegna
bæjarbúa. Flestir þeirra þekkja
það af eigin reynd. Og þó engir
betur en sjómennirnir sjálfir.
Samvinnufélagið er ekkert venju-
legt einkafyrirtæki, þar sem það
hefir bæði ábyrgð rikis og bæjar
og starfræksla þess öll grípur svo
mjög inn í afkomu hafnarsjóðs.
Finnur myndi sfzt allra láta
ástand Samvinnufélagsins liggja I
þagnargildi, ef Sjálfstæðismenn
væru þar við stjórn. Þá myndi
sjáffsagt vera hafið ramaóp og
heimtuð opinber rannsókn.
Finnur hefir sýnt áður, og sýn-
ir nú þessa dagana, hvaða tökum
hann tekur þau einkafyrirtæki,
sem sjálfstæðismenn veitaforstöðu.
Þar hafa menn satnanburðinn.
Þeir sem hans þurfa með.
Hitt þarf engan að undra, að
Finnur, Hannibal, Baldvin og
aðrir, sem hafa fastar stöður eða
bein hlunnindi hjá Santvinnufél.,
reyni í Hf og blóð að verja starf-
rækslu þess, eins og hún er nú.
Þeir eru þar að verja sitt eigið
hreiður.
A-iistinn er