Kosningablaðið - 19.01.1934, Page 4

Kosningablaðið - 19.01.1934, Page 4
4 KOSNINGABLAÐIÐ Kosnigaskrifstofa A-listans er í Aðalstræti 20 (húsi Jóns Orímssonar). Simi 143. Allir fylgismenn A-listans sem óska upplýsinga eöa aðstoöar ættu að snúa sér til skrifstofunnar. Síldargort Finns. Það er kunnugt, að velsældin stígur mörgum af síldarburgeisun- um til höfuðsins og hefir af því myndast orðið „síldargort" um þessa sérstöku menn. Þykir „sfld- argortið“ dutlungasamt og litt á- byggilegt, eins og síldin sjálf: Finnurinn okkar ísfirzki þjáist svo mjög af „síldargortinu", að það gægist hvarvetna fram. í sumar áður en síldveiðarnar byrjuðú lofaði Finnur, að Sam- vinnufél. skyldi greiða hærra verð fyrir saltsild, en alment yrði greitt. Hækkuðu þessi loforð þvi nær sem leið að alþingiskosningunum og nefndi þá Finnur, að sögn, ákveðnar tölur, 1 kr., 1.25 og alt upp í 1.50 meira en alment væri borgað fyrir hverja tunnu saltsíldar. í haust greiddu útgerðarmenn hér vestra alment 5.50 fyrir tunn- una af saltsíld, sumir meira, en Samvinnufélagið greiddi aðeins 5 kr. fyrir saltsildar tn., en lofaði uppbót síðar. Átti hún að vera komin síðast 10. þ. m., en er enn ókomin. Annar þáttur sfldargortsins hjá Finni er i sambandi við sölu á sérverkaðri sild til Ameriku. Er það borið út af honum eða hans nánustu hjúum, að salan sé að þakka dugnaði hans og framsýni. Sannieikurinn um þá sölu mun vera sá, að ríkisstjórnin kom Finni i þetta viðskiftasamband og var það mest fyrir atbeina Magn- úsar Guðmundssonar og meðfram f þvf skyni gert, að Samvinnufé- laginu yrði hægra um að greiða skuld sina við rfkissjóð, sem þó er enn ógreidd að mestu. Þriðji þáttur sildargortsins hjá Finni, er að finna í Skutli ritaður af honum sjálfum. Gerir Finnur þar mikið úr frægö sinni, en heldur hefir sú frægð orðið endaslept, enda vist aldrei til nema I huga Finns sjálfs og máske ein- hverra kerlingarsálna. Hafa nú nýlega flest allir sildarútgerðar- menn við Eyjafjörð mótmælt svo gersamlega þessu frægðarverki Finns, að þeir vilja ekkert af því nýta. Þótt „sildargortið“ þjái mjög margan sildarburgeisinn hefir vist engiun minna taumhald á því, en einmitt Finnurinn okkar. Hann fyllir upp með þvi allstaðar í kring- um sig. En liklega er það gert i anda gamla orðtækisins: Ef eg lofa mig ekki sjálfur er mín dýrð engin. X. Felurnar með bæjar- reikningana. Samþykt um stjórn bæjarmál- efna ísafjarðar, staðfest af stjórn- arráðinu 24. jan. 1930. (Stjórnar- tiðindi 1930, B. 7, bls. 377—382) mælir svo fyrir: „22. gr. Allir reikningar bæjarins skulu lagðir fram í 15 daga almenningi til sýnis, eigi síðar en í lok marz- mánaðar. Siðan skulu þeir sendir endurskoðunarmönnum bæjarins og skulu þeir hafa lokið endur- skoðuninni innan mánaðar. At- hugasemdum endurskoðunar- manna skal gjaldkeri svo hafa svarað innan hálfs mánaðar“. Bæjarbúar ættu að athugahvern- ig þessari samþykt, sem hefir sama gildi og lög, hefir verið fylgt. Hún er svo þverbrotin sem mest má verða. Engir reikningar til á réttum tíma. Reikningarnir þvf ekki lagðir fram á áskildum tíma og fram- lagningu reikninganna þannigliag- að, að hún er hreinasti feluleikur. Þótt framlagningin sé auglýst á smá pappírslöpputn um háanna- tímann fer slikt fram hjá flestum, sem kunnugt er. Bæjarstjórnin hér tnun einhvern- tfma hafa samþykt að láta prenta bæjarreikningana og bætti slik ráðstöfun mikið úr, til þess að þeir yrðu almenningi sem kunn- ugastir. En hvernig sem á því stendur hefir farist fyrir prentun á bæjar- reikningunum 1931 og 1932. Sé nýliðið ár 1933, talið með, eru það siðustu þriggja ára reikningar bæjarsjóðs, sem liggja i felum fyrir almenningi. Kratarnir hafa oft haft að her- ópi: „Gögnin á borðið“. Sama herópið verða allir kjós- endur bæjarinr, að taka upp í þessu máli. Það er lagaskylda, að bæjarstjórn leggi fram reiknings- skil ráðsmensku sinnar, og þess verður að krefjast, að kratarnir geri almenningi skil á fjárreiðum bæjarins. Sumir geta þess til, að felurnar með bæjarreikningana siðustu ár- in stafi af þvf, að kratarnir vilji að ráðsmenska sín komi sem minst í dagsljósið. En víst er að óhægra er að gagnrýna gerðir þeirra, þegar almenningur á ekki annan aðgang að reikningunum en hér er lýst. Bæjarstjórnarkosninflar. Mikill sigur Sjálfstæðismanna. Akureyringar útskúfa krötuuum. Þeir fá aðeins 1 fulltrúa af ellefu. Bæjarstjórnarkosningar á Akur- eyri fóru fram 16. þ. m. og urðu úrslitin þau: E-listi (Sjálfst.flokkurinn) hlaut 410 atkv. og 3 fulltrúa. B-listi (Kommúnistaflokkurinn) hlaut 406 atkv. og 2 fulltrúa. D-listi (Franisóknarflokkurinn) hlaut 377 atkv. og 2 fulltrúa. A-listi (Alþýðuflokkurinn) hlaut 210 atkvæði og 1 fulltrúa. F-listi (Iðnaðarmenn) hlaut 174 atkvæði og I fulltrúa. C-listi (Jón Sveinsson bæjarstj.) hlaut 355 atkv. og 2 fulltrúa. Sjálfstæðismönnum má telja bæði E og C-listann og hafa þá samanlagt 765 atkvæði. Phyrrusar-sigrar Alþýðuflokksins. Kratarnir hérna hrópa hátt um sigur Alþýðuflokksins í Vest- mannaeyjum og Hafnarfirði. Til þess að láta lita svo út, sem þarna hafi verið um sigur að ræða, nota þeir blekkjandi tölur, sem ekki koma máli þessu neitt við. Tölur frá siðustu alþingiskosningum. Til þess að sýna hið rétta i þessu máli skulu hér birtar tölur úr Vestmannaeyjum og Hafnar- firði frá siðustu bæjarstjórnar- kosningum (1930): Vestmannaeyjar: Sjálfstæðisfl. 836 atkv. 1930 (nú 808). Alþýðu- flokkurinn 387 atkv. 1930 (nú 276). Kommúnistar 223 atkv. (nú 449.) Hafnarfjörður: Sjálfstæðisflokk- urinn 636 atkv. 1930 (nú 823). Al- þýðuflokkurinn 772 atkv. 1930 (nú 990). Eins og allir sjá á þessum réttu tölum er fjarri því, að Sjálfstæð- ismenn hafi nokkru tapað á þess- um stöðum, en fengið fullkom- lega hlutfallslega sina aukningu. í annan stað hafa kratarnir hvar sem er farið hina verstu fýiuför nú við bæjarstjórnarkosningarr.ar og þó hvergi verri en f fæðingar- bæ Finns, Akureyri, þar sem krat- arnir fengu aðeins 1 af ellefu. Vonandi verða ísfirðingar ekki eftirbátar Akureyringa. Hinu fyrirhugaða út- gerðarfélagi heilsað. Það kom ekki á óvart þeim er unnið hafa að stofnun nýs útgerð- arfélags hér f bænum, að það myndi fá óbliðar kveðjur úr her- búðum andstæðinganna. Hefir og þegar orðið þeirra vart í stofn- undirbúningi félagsins, þótt það verði ekki rakið nánara hér, að þessu sinni. Fyrsta opinbera kveðjan birtist í „Skutli" 16 þ. m. undirrituð af Hannibal Valdemarssyni, auðsjá- anlega innblásin. Hann þykist finna hvöt hjá sér, sem formaður verka- lýðsfélagsins, að vara verkafólk við þeirri hættu, að ný atvinnu- fyrirtæki komi í bæinn og skorar á verkafólk að vera á verði gegn slíku. Er auðsjáanlegt, að formaðurinn óttast, að atvinna hér verði þá svo mikií, að ekki sé framar hægt að halda fólki við eymd og kúg- un kratanna. Myndi það sjálfsagt auka óánægjuna, ef nýtt atvinnu- fyrirtæki, sem greiddi að fullu fiskhluti og verkakaup risi hér upp. Óánægja Hannibals sem starfs- manns Finns og fasts launamanns hjá Samvinnufélaginu er þvf auð- skilin og óþarft að elta frekar ólar við hana. ji** ■#*-- Allir kjósa A-listann. *

x

Kosningablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kosningablaðið
https://timarit.is/publication/1891

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.