Vesturbæjarblaðið - sep. 2023, Síða 2

Vesturbæjarblaðið - sep. 2023, Síða 2
2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími: 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Borgarblöð ehf. Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Póstdreifing ehf. 8. tbl. 26. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101. Reykjavík er á fleygiferð. Hefur verið það frá byrjun þessarar aldar. Þrátt fyrir áföll í þjóðlífinu. Bankahrun og Covid faraldur hefur þessi för inn í framtíðina haldið áfram. Tæpast þarf annað en líta yfir lendur og byggðir borgarinnar til að verða þessa áskynja. Borgarbúum hefur fjölgað hratt. Á aðeins fjórum árum hefur hann farið úr 123 þúsund í 135 þúsund. Fjölgunin heldur áfram. Ekki sér fyrir endann á henni. Íbúafjölgunin hefur kallað á margvíslegar framkvæmdir. Ekki aðeins íbúðabyggingar heldur einnig stórauknar framkvæmdir við stoðkerfi borgarinnar. Skólakerfi, veitukerfi og síðast en ekki síst samgönguframkvæmdir. Reykjavík býr ekki yfir óendanlegu byggingarlandi. Því hefur verið gripið til þess ráðs að þétta byggðina. Byggja á mörgum áður óbyggðum og auðum og jafnvel illa hirtum svæðum og endurbyggja gamlar og úreltar iðnaðarbyggðir. Eðlilega kostar þetta sitt en eru engu að síður nauðsynlegar framkvæmdir. Framkvæmdir sem skila sér inn í komandi framtíð ætli Reykjavík að standa undir nafni sem höfuðborg. Reykjavík verður áfram á fleygiferð. Ferð inn í framtíðina. Þótt einhverjar úrtölur kunni að heyrast. Þótt einhverjir vilji horfa á þá Reykjavík sem var á liðinni öld og sjá ofsjónum yfir nútímanum og framtíðinni verður þessi ferð ekki stöðvuð. Borg á fleygiferð SEPTEMBER 2023 ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! Íbúar við Sólvallagötu eru hugs­ andi yfir hugmyndum Banda­ ríska sendiráðsins um að stórefla öryggis varnir hússins við Sólvalla­ götu 14 með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakt hús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. Bandarískar kröfur um öryggisvarnir koma Íslending­ um nýstárlega fyrir sjónir enda ekki vanir háum rimla girðingum eða öryggisskýlum þar sem jafn­ vel vopnaðir öryggis verðir geta haft bækistöðvar til að gæta íbúa í tilteknum húsum. Áformað er að húsið verði nýtt sem sendi­ herrabústaður en sendi ráð Banda­ ríkjanna er í nýjum og skotheldum húsakynnum við Engjateig. Reykjavíkurborg hefur borist umsókn um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið fyrstu hæðar að eldhúsi íbúðar­ húss, byggja ofan á bílskúr, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið, jafnframt því að byggja vaktskýli fyrir öryggis­ gæslu í suðvestur horni lóðar og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Bandaríska sendiráðið festi kaup á húsinu sem áður var í eigu Andra Más Ingólfssonar, fyrrverandi aðaleiganda Primera Air og Heims­ ferða, og Valgerðar Franklínsdóttur, eiginkonu hans. Sendiráðið sendi Reykjavíkur­ borg fyrirspurn og teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga í tvígang á síðasta ári. Í fyrstu hafnaði borg­ in sendiráðinu og í það síðara var niðurstaða skipulagsfulltrúa sú að vegna sérstakra aðstæðna yrði ekki gert skipulagslega athugasemd við að grenndarkynna bygginga r­ leyfisumsókn um girðingu, vakthús og viðbyggingu þegar eða ef hún bærist. Nýjasta beiðni sendiráð­ sins tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa nýlega og vísað til verkefnastjóra til frekari skoðunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um grenndarkynningu vegna málsins. Íbúar hugsandi vegna hug- myndar Bandaríkjamanna Sólvallagata 14. Sólvallagata Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs Reykja­ víkur tilkynnti nýverið að stígur við Framnesveg að baki nýbygginga við Hringbraut fengi nafnið Elísabetarstígur. Stígurinn er nefndur eftir Elísabetu Jökulsdóttur skáldi og rithöfundi sem bjó lengi í litlu húsi við Framnesveg. Skilti sem hún hafði í glugga er löngu orðið frægt. Þar mátti finna góðlátlega áminningu um skáldlegar hliðar veruleikans. Þar stóð einfaldlega: Mundu töfrana. Þegar fregnir bárust af því að nefna ætti lítinn stíg á bak við gamla húsið hennar Hoffmannsstíg í höfuðið á Pétri Hoffmann Salómonssyni, sem lengi bjó á þessum slóðum og stundaði Öskuhaugana lagði Elísabet til að stígurinn yrði heldur nefndur í höfuðið á henni. Hún fékk þvert nei frá borgarstjórn en gafst ekki upp heldur setti af stað undirskriftalista sem yfir þúsund skrifuðu undir. Þegar hún afhenti formanni borgarráðs listann fékk þá þessi svör: „Málið er leyst, og stígurinn fær þetta nafn. Og það þarf að gera smá breytingar á uppdrættinum og þá er þetta komið. Þannig að til hamingju með það.“ Elísabet var að vonum ánægð með þessi málalok enda fer vel á því að nefna stíginn eftir einhverri þekktustu manneskju sem búið hefur á þessum slóðum. Elísabet vill deila stígnum með öðrum konum sem hafa alist upp eða unnið í hverfinu. „Ég hef verið á sjó og verið sjómannskona og ég veit að í húsinu þar sem ég bjó var algjör hetja. Steinunn hét hún og hún ól upp fimm börn á 63 fermetrum. Þannig langar mig að setja upp skjöld á Elísabetarstíg þar sem stígurinn er tileinkaður konum, sjómannskonum og verkamannakonum, sem voru að vinna í hverfinu, sem og öllum börnum þeirra,“ sagði Elísabet í viðtali þegar stígnum hafi verið gefið nafn. Elísabetarstígur við Framnesveg Elísabet Jökulsdóttir og Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs Reykja víkur. • Ég býð upp á gítarkennslu í heimahúsum fyrir alla aldurshópa, byrjendur jafnt sem lengra komna. • Boðið upp á klassískan og óklassískan gítarleik á órafmögnuð hljóðfæri eða rafmagnsgítar. • Ég heiti Sergio og hef margra ára kennslureynslu á gítar. • Ég hlakka til að skapa tónlist með þér! • Þú getur haft samband í síma 695-0407. GÍTARKENNSLA

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.