Vesturbæjarblaðið - sept 2023, Qupperneq 10
10 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2023
Fyrirhugað er að bjóða út
fyrstu framkvæmdir vegna
Fossvogsbrúar nú á haust
mánuðum. Fyrst verður boðin
út vinna við landfyllingar á
Kársnesi og við Nauthólsvík vegna
brúarinnar. Áætlanir gera ráð
fyrir að vinna við landfyllingar
hefjist fyrir áramót og taki um
átta mánuði. Í framhaldinu
verða framkvæmdir vegna smíði
brúarinnar boðnar út og ættu þær
að geta hafist um mitt næsta ár.
Markmiðið með Fossvogsbrú er
að bæta samgöngutengingar milli
Reykjavíkur og Kópavogs. Brúin er
ætluð fyrir gangandi og hjólandi
vegfarendur, sem og farþega
almennings samgangna en á brúnni
verður sérrein fyrir Borgarlínuvagna.
Leið gangandi og hjólandi
vegfarenda milli Reykjavíkur og
Kópavogs mun styttast um 1,2
kílómetra með tilkomu brúarinnar.
Hún mun einnig tengja miðbæ
Kópavogs betur við Háskólann
í Reykjavík, Háskóla Íslands og
miðbæ Reykjavíkur. Brúin verður
270 metra löng og allt að 17,3 metrar
á breidd.
Samhliða útboðinu hefur verið
gerð kostnaðaráætlun þar sem
kostnaðurinn vegna hönnunar,
framkvæmda, umsjónar og eftirlits
er metinn á um 6,1 milljarð. Þá gerir
kostnaðaráætlun ráð fyrir um 1,4
milljörðum vegna landfyllinga. Um
1,4 milljarðar króna sparast með því
að nota hefðbundið stál í stað ryðfrís
stáls við byggingu brúarinnar eins
áður hafði verið gert ráð fyrir, en um
1 milljarður á líftíma brúarinnar.
Fossvogsbrú er hluti af verkefnum
sem heyra undir Samgöngusáttmála
höfuðborgarsvæðisins sem gerður
var milli ríkisins og sveitarfélaganna
sex á höfuðborgarsvæðinu árið
2019. Betri samgöngur ohf.,
Vegagerðin, Reykjavíkurborg og
Kópavogsbær vinna saman að
undirbúningi brúarinnar.
Samkeppni var gerð um tillögu að Fossvogsbrú. Tillagan Alda bar sigur úr
býtum og er samstarfsverkefni EFLU og BEAM Architects.
Spurst fyrir um
breytingar í gistiskála
Reykjavíkurborg hefur borist fyrirspurn um hvot breyta megi
annarri og þriðju hæð JLhússins við Hringbraut í gistiskála líkt og
gert hefur verið með efri hæðir þess.
Einnig er spurt um hvort innrétta megi jarðhæð sem
þjónustumiðstöð, kaffihús, aðstöðu fyrir börn og kennslustofur,
samkvæmt uppdrætti. Myndlistarskólinn í Reykjavík hefur verið á
annarri og þriðju hæð hússins en áform verið um að finna starfsemi
hans annan samastað. Erfiðlega hefur gengið að finna JL byggingunni
við Hringbraut framtíðarhlutverk. Ýmislegt hefur verið reynt og
misvísandi fréttir hafa birst um framtíðarnýtingu hússins.
JL-húsið var eitt sinn tákn um stórhug í Vesturbæ Reykjavíkur en
hefur látið á sjá. Ýmiskonar starfsemi hefur verið þar í gegnum
tíðina en erfiðlega hefur gengið að finna húsinu hlutverk að
undanförnu.
Fossvogsbrú boðin út
JL-húsið
Parísarhjól. Fjölmargar borgir Evrópu og heimsins eru með Parísarhjól. London, Gautaborg, Gdansk og Tblisi
svo fáin dæmi séu nefnd.
Parísarhjól á Miðbakka?
Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma
fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á
Miðbakka í Reykjavík. Þar vísar Dagur B. Eggertsson
til hugmynda í minnisblaði starfshóps um haftengda
upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna. Þar
komu fram ýmsar hugmyndir að haftengdri upplifun
og útivist við hafnarsvæðið.
Dagur segir að sérstök ástæða sé til að setja
hugmynd um Parísar-hjól í farveg. Það verði hugsað
á viðskiptalegum grunni, án fjárútláta borgarinnar
eða hafnarinnar. Jafnframt verði hugað að útfærslu
almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða
uppsetningu slíks hjóls, reynist hugmyndin
raunhæf. Ljóst er að umtalsvert flækjustig getur fylgt
framkvæmdinni og útfærslu þess. Ljóst sé að hafa þurfi
víðtækt samráð um það og vinna nauðsynlega greiningu
sameiginlega af Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum en
Miðbakki er á hafnarsvæði
Tunnuskiptum vegna nýs flokkunarkerfis
sorp hirðu er lokið. Búið er að setja saman rúmlega
30 þúsund nýjar flokkunartunnur og dreifa þeim
á heimilin í borginni en þar af er um helmingur
tvískiptar tunnur.
Búið er að dreifa körfum og bréfpokum til 57
þúsund heimila í borginni, sem þýðir að 4,4 milljón
pokar fyrir lífrænan eldhúsúrgang rötuðu beint í
eldhús Reykvíkinga.
280 tonnum af lífrænum úrgangi
safnað í ágúst
Stærsta breytingin með tunnuskiptunum er söfnun
á lífrænum eldhúsúrgangi. Núna í ágúst var safnað
rúmlega 280 tonnum af lífrænum úrgangi en megnið
af því fór áður í gráu tunnuna. Þetta þýðir lækkað
kolefnisspor með því að draga úr urðun. Í staðinn er
búin til molta og næringin fer aftur inn í hringrásina.
Einnig er búið til metan, sem er nýtt á margvíslegan
hátt, meðal annars á alla fjórtán sorphirðubíla
Reykjavíkurborgar. Um 280 tonn af lífrænum úrgangi
þýða að úrgangur til urðunar í Reykjavík hefur dregist
saman um 21,5% nú þegar. Þessi tala eftir að hækka
enn frekar nú þegar síðasta hverfið hefur bæst við
í nýja kerfið.
Unnið við sorphirðu.
Tunnuskiptum er lokið
KLAPPARSTÍG 29
ALPACA FYRIR HAUSTIÐ