Börn og menning - 2022, Blaðsíða 10

Börn og menning - 2022, Blaðsíða 10
Börn og menning10 honum dálítið fyndið. Lesandi á fullorðinsaldri skynjar hins vegar tvíræðnina sem liggur í því að þessi myndar- legi sjómaður, sem oft er gefið í skyn að sé ekki endilega við eina fjölina felldur, kenni sér önnur börn en sín eigin. Ömmu finnst þetta greinilega vandræðalegt og pabbi reynir að eyða talinu með því að spila á harm- onikkuna í einum grænum hvelli. Og eftir situr hinn fullorðni lesandi og veltir því fyrir sér hvort pabbi eigi kannski Gunna litla í Kletti? Annað dæmi um tvíþætt ávarp í sama kafla er að þegar pabbi er búinn að dæla sætindum í börnin í hverfinu segir hann þeim að snauta út, hann þurfi að tala við mömmu, sem hann dregur með sér upp á loft.6 Eins og Silja Aðalsteinsdóttir7 hefur bent á finnur full- orðinn lesandi „girndaranganina leggja um húsið með- an hann er í landi“ en lesandi á barnsaldri kippir sér sjálfsagt ekkert upp við það að foreldrar þurfi að tala saman í einrúmi. Heiða Ragnheiður Oddgeirsdóttir, hin fullkomna, gáfaða, elsta dóttir er aðalpersóna fyrstu bókarinnar og á þar sína þroskasögu. Heiðu finnst hún í rauninni of góð fyrir fjölskyldu sína og vill vera „fín stúlka“. Hún óskar sér þess oft að vera dóttir Kristínar á 12, sem á bara einn son, mann sem er alltaf í landi og er góður við Heiðu, fína stofu og blómabeð. Heiða ákveður að verða fræg og merkileg til þess að hefja sig langt yfir þetta umhverfi, en hættir við það í bókarlok og uppgötvar að það er betra að vera góð manneskja. Eins og Silja Aðalsteinsdóttir8 bendir á gerir Heiða miklar kröfur til umhverfisins en hefur ekki þá framkvæmdaorku sem þarf til þess að gera neinar byltingar. Þar svipar henni mjög til móður sinnar og ömmu. Móðirin, Aðalheiður Magnúsdóttir, er áhugaverðari persóna en hún sýnist á yfirborðinu vera. Oftast er hún fremur litlaus og það kemur margoft fram í öllum bókunum að hún unir sér best þegar hún getur flúið á vit bókarinnar í stól eða uppi í rúmi. Þetta finnst nú hvorki ömmu né Heiðu neitt sérlega sniðugt, en ef lesið er á milli línanna má sjá örþreytta, lasna konu sem eignast átta börn á 15 árum og er ein með þau og fatlaðan föður sinn, á milli þess sem eiginmaður hennar dregur hana upp á loft til þess að búa til fleiri börn áður en hann drekkur sig fullan með hinum ýmsu karlmönnum í bænum. Hún er ýmist ólétt eða með Móðirin, Aðalheiður Magnúsdóttir, er áhuga- verðari persóna en hún sýnist á yfirborðinu vera. barna. Heiða er 11 ára við upphaf fyrstu bókarinnar, Lóa-Lóa er að verða átta ára við upphaf þeirrar næstu, og í síðustu bókinni er Abba hin sjö ára. Dæmin um eyður sem börn geta ekki alveg getið í hefjast strax við upphaf fyrstu bókar, þegar Oddgeir, faðir barnanna, kemur í land. Þá upphefst glens og grín, hann dælir góðgæti í börnin, bæði sín eigin og börnin í götunni, sem koma aðvífandi þegar þau frétta af þessari miklu veislu. Pabbi situr hinn ánægðasti í miðjum skaranum: Helvíti eru þetta annars góðir krakkar sem ég á, amma, sagði hann ánægður. Hann kallaði ömmu alltaf ömmu eins og krakkarnir. Hann er líkur mér þessi, sagði hann og benti á Gunnar son Gvendar í Kletti. Éld þú sért ekki almennilegur, sagði amma. Þetta er hann Gunni litli í Kletti. Nú hvur asskotinn, sagði pabbi. Þar lá ég í því. Náiði nú í nikkuna krakkar.5 Lesandi á barnsaldri gæti orðið hissa á því að pabb- inn þekkti ekki sín eigin börn og jafnvel þótt ruglið í

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.