Börn og menning - 2022, Blaðsíða 32

Börn og menning - 2022, Blaðsíða 32
Ótemjur Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir Bjartur, 2021 Á síðasta ári kom út ný bók eftir metsöluhöfundinn Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Kristín hefur gefið út fjölda af barna- og unglingabókum og er líklega þekktust fyrir bækurnar um prakkarann Fíusól. Aðalpersónan í nýju- stu bók hennar, Ótemjur, er hin þrettán ára Lukka. Sagan hefst á því að Lukka miss- ir ömmu Fló á afmælisdegi sínum. Amma hennar ól hana upp og áður en hún dó bjó hún til áætlun svo að Lukka myndi ekki „lenda á flakki í kerf- inu“. Samkvæmt planinu er Lukka send upp í sveit til hjónanna Freyju og Rainers. Þar kynnist Lukka heimi mjög ólíkum þeim sem hún ólst upp í. Áhugaverðar og skemmtilegar persónur einkenna söguna og í sveitinni fær hún á sig þjóðsagnalegan blæ. Sagan fjallar um ein- mana, hrædda en þó hugrakka stelpu sem er að leita að samastað í heiminum. Lukka og ólukkan Líf Lukku hefur ekki verið dans á rósum. Foreldrar hennar eru fíklar og móðir hennar, Stína stuð, kem- ur oft með „skuggaverur“ í kjallaraíbúð mæðgnanna og djammar alla nóttina. Amma Fló var þó ávallt til staðar fyrir Lukku og hún lærði margt af henni. Meðal Öll erum við ótemjur Diljá Þorbjargardóttir Bækur annars lærði hún að hafa alltaf með sér litla stílabók þar sem hún skrifar niður ýmis plön og áætlanir þegar lífið virðist vera ómögulegt. Einnig léku þær sér að því að búa til ný blótsyrði, ýmist á staðn- um í augnablikinu eða vandlega smíðuð. Blótsyrðin þýða í raun ekkert en koma í veg fyrir að Lukka noti raunveruleg blótsyrði sem amma Fló taldi vera ofnot- uð og asnaleg. Dæmi um nýyrði þeirra eru rumputruntur, fýlustrompur, bláskot- ans, holbítis og hrollvekjutröll. Þessi orða- leikur er mjög skemmtilegur. Samband ömmu Fló og Lukku var mjög sterkt og náið og því ríkir mikil sorg og ólukka þegar amma Fló deyr í byrjun bókar og það á afmælisdegi Lukku. Lukka verður í raun munaðarleysingi þegar amma hennar deyr því foreldrar hennar eru óhæfir. Munað- arleysingjar eru algengar aðalpersónur í barna- og ung- lingabókum þar sem ævintýrið eða sagan getur ekki átt sér stað ef foreldrar eða forráðamenn eru til staðar. Saga Lukku og ævintýri hennar í sveitinni hefði aldrei haf- ist ef amma hennar hefði ekki dáið og foreldrar hennar væru hæfir. En þó að saga hennar hefjist vegna forráða- mannaskorts snýst hún í raun um leit að nýrri fjöl- skyldu og henni lýkur þegar markmiðið næst í sveitinni hjá Freyju og Rainer. Fortíðin og nútíminn Í sögunni blandast fortíð og nútími saman á skemmti- Kápuna hannaði Hlíf Una Bárudóttir.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.