Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2023, Blaðsíða 4
4 | | 4. maí 2023
Íslandsmeistari í golfi er markmiðið
E Y J A M A Ð U R I N N D A N Í E L I N G I S I G U R J Ó N S S O N
Eyjapeyinn Daníel Ingi hefur
æft golf að kappi síðustu
fjögur ár við toppaðstæður í
Háskólanum Rocky Mountain í
Montana ásamt því að stunda
nám í viðstkipafræði. Daníel
Ingi ásamt liði sínu gerðu sér
lítið fyrir og unnu í síðustu
viku Frontier Conference
mótið í Las Vegas og eru því
komnir í úrslit um að vinna
NAIA golf deildina í Banda-
ríkjunum sem er deild fyrir
háskólanna þar í landi. Daníel
Ingi leiddi mótið um tíma en
endaði að lokum í öðru sæti.
Síðastliðinn laugardag útskrif-
aðist Daníel Ingi frá skólanum
með 9.2 í meðaleinkunn.
Daníel Ingi er því Eyjamaður
vikunna.
Nafn: Daníel Ingi Sigurjónsson.
Fjölskylda: Foreldrar mínir eru
Gunnhildur og Sigurjón, svo á ég
fimm systkini sem heita Andri,
Jonni, Tanja, Erna og Hjördís.
Hefur þú búið annarsstaðar en í
Eyjum: Síðustu fjögur ár hef ég
búið í Bandaríkjunum, Billings
Montana þar sem ég hef verið í
skóla.
Mottó: Þetta reddast.
Síðasta hámhorfið: Þættir Yellow-
stone, þeir eru teknir upp á sama
svæði og ég bý, þannig þeir voru í
miklu uppáhaldi.
Uppáhalds hlaðvarp? Ég hlusta
ekki mikið á hlaðvörp en
Fm95blö er eitthvað sem ég hlusta
alltaf á.
Aðaláhugamál: Mest allur tíminn
minn fer í það að æfa og keppa
í golfi. En á veturnar hef ég
hrikalega gaman að því að fara á
snjóbretti.
Eitthvað sem þú gerir á hverjum
degi sem þú gætir ekki verið án:
Ætli það sé ekki að eyða tíma með
vinum mínum.
Hvað óttast þú mest:
Mér vanalega tekst að týna öllu
sem ég á, ætli ég óttist ekki að
týna vegabréfinu mínu hérna úti,
það væri agalegt bras að redda
því.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Kaleo eru alltaf góðir.
Hvaða ráð myndir þú gefa 16 ára
þér sem veganesti inn í lífið:
Þora að breyta til og stíga út fyrir
þægindarammann.
Hvað er velgengni fyrir þér:
Setja mér markmið og ná þeim.
Hvenær byrjaðir þú að æfa golf
Það var eitthvað í kringum fimm
eða sex ára sem ég byrjaði að
sveifla kylfu út á golfvelli með
pabba.
Hvenær fórstu út í skólann?
Ég flutti út árið 2019.
Hvað varstu að læra úti?
Ég var að útskrifast sem við-
skiptafræðingur með aukagrein í
hagfræði.
Hvernig hefur þér gengið úti?
Þetta hefur bara gengið flott, við
erum með sterkt golflið í skólan-
um okkar þannig samkeppnin er
mikil þar sem aðeins fimm sæti
eru í boði fyrir hvert mót en liðið
samanstendum af 14 strákum.
Við vorum að klára vinna okkar
síðasta mót sem skilar okkur í úr-
slitakeppnina um að vinna NAIA
golf deildina í Bandaríkjunum.
Hver eru markmið þín ?
Íslandsmeistari i golfi er markmið
sem ég stefni á í framtíðinni.
Hvernig er lífið í Montana?
Montana er klárlega einn af þeim
flottustu stöðum sem ég hef kom-
ið til. Ég myndi segja að ég hafi
verið hrikalega heppinn með skól-
ann sem ég valdi hérna, en hann
heitir Rocky Mountain College
Hvað tekur við núna eftir að þú
hefur lokið námi? Eins og staðan
er núna þá er ég að skoða áfram-
haldandi nám, hvort það verði í
Bandaríkjunum eða einhversstað-
ar annarstaðar hef ég ekki ennþá
ákveðið.
Eitthvað að lokum?
Ég vil þakka öllum þeim sem hafa
stutt mig í gegnum háskólagolfið
mitt.
Daníel Ingi Sigurjónsson.
Þrjú ungmenni fermdust borgara-
lega í Menningarhúsinu Kviku
sumardaginn fyrsta, þann 20. apr-
íl. Í undanfara athafnarinnar höfðu
fermingarbörnin sótt fræðslu á
vegum Siðmenntar, þar sem tekist
var á við ýmsar spurningar sem
fylgja þessum tímamótum og
áhersla lögð á að börnin tileink-
uðu sér gagnrýna hugsun, viðsýni
og heiðarleika. Fermingarfræðslan
er með ýmsu sniði, en tvö
fermingarbarnanna sóttu ferm-
ingarfræðsluna á Úlfljótsvatni, á
meðan það þriðja stundaði námið
á Selfossi.
Önnur fermingin í Eyjum
Þetta er í annað sinn sem boðið
er upp á borgaralega fermingar-
athöfn í Vestmannaeyjum og var
það Zindri Freyr Ragnarsson
Caine, athafnastjóri hjá Siðmennt,
sem stýrði athöfninni. Auk hans
talaði Inga Auðbjörg Straumland,
formaður Siðmenntar, en hún
flutti sérstaka hátíðarræðu þar
sem hún lagði áherslu á mikilvægi
gagnrýninnar hugsunar.
Giftir, nefnir og fermir
„Það hefur komið mér ánægju-
lega á óvart hvað viðbrögðin eru
góð hérna í Eyjum,“ segir Zindri
Freyr um áhuga á starfsemi
Siðmenntar, en hann útskrifaðist
sem athafnastjóri í fyrra, en
hlutverkinu fylgja vígsluréttindi,
svo nú eru húmanískar athafn-
ir á lífsins tímamótum í boði í
Eyjum. Zindri Freyr stýrir bæði
hjónavígslum og nafngjöfum,
ásamt því að taka þátt í fermingar-
athöfnum. „Þetta er einstaklega
gefandi og skemmtilegt hlutverk,
og mikill heiður að fá að veita
þessa þjónustu,“ segir Zindri, sem
leggur áherslu á að athafnirnar séu
persónulegar og innilegar.
Þrjú fermdust borgaralega í Kviku
Fermingarbörnin voru þrjú í þetta sinn og sitja hér undir fögrum flutningi á
þjóðhátíðarlagi síðasta árs.
Zindri Freyr, athafnastjóri hjá
Siðmennt, finnur fyrir miklum áhuga
á þjónustu félagins í Eyjum. Zindri
er með vígsluréttindi og tekur að
sér athafnir eins og giftingar og
nafngjafir.