Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2023, Blaðsíða 7
4. maí 2023 | | 7
Með hækkandi sól fara margir
Eyjamenn að huga að útivist
enda fáir staðir í heiminum
sem henta betur til útivistar
en Vestmannaeyjar á góðum
sumardegi. Þetta þekkir Már
Jónsson fyrrverandi kennari
betur en flestir aðrir, þó svo
að útivist Más sé ekki einungis
bundin við sumar og blíðviðri.
Síðustu ár hefur Már vanið
komur sínar á Heimaklett á
meðal annara staða í Vest-
manneyjum en hann afrekaði
það í nóvember á síðasta ári
að fara ferð númer 4000 á
Klettinn góða. Már fagnaði
svo öðrum áfanga þann 16.
apríl þegar hann varð áttræð-
ur. Það var gaman að setjast
niður með Má og ræða við
hann um útivist, bjargveiði,
náttúru Vestmannaeyja og
þau ævintýri sem Már hefur
upplifað í Eyjum.
Fór ungur í björgin
„Ég fór að fara í egg í fjöllunum
löngu fyrir fermingu“, svarar Már
aðspurður um hvar þessi áhugi
hafi kviknað. „Við Björn Karlsson
heitinn vorum mikið saman sem
peyjar og þvældumst víða eins
og gráir kettir og héldum því
áfram fram eftir táningsárum.“
Már segir þá fáa staðina sem þeir
hafi ekki kannað á þessum tíma
og stundum komist í vandræði.
Það var þó hvergi jafn nærri
því að illa færi og þegar þeir
félagar fóru að sækja fýlsunga í
Dufþekju í eitt skiptið. „Það var
þannig að við Björn fórum báðir
niður í Dufþekju á spotta, sem
var þar fyrir, til að ná í fýlsunga.
Þegar við vorum komnir með fýl
í tvo strigapoka, fórum við að
spottanum og ákváðum að Björn
færi upp og myndi svo hífa báða
pokana áður en ég kæmi upp. Allt
gekk eftir áætlun þar til ég ætlaði
að fara upp. Ég var ekki kom-
inn langt upp þegar að spottinn
slitnaði og ég húrraði niður. Eftir
á að hyggja var þessi kaðall búinn
að vera þarna í mörg ár og fyrir
löngu orðinn gegnum morkinn
en við vorum ekkert að hugsa of
mikið út í það áður en við fórum
niður. Ég var heppinn að slasa
mig ekki í fallinu en þó ekki
lánsamari en svo að ég var fastur
þarna niðri. Björn brá þá á það ráð
að fara úr flestum spjörunum og
hnýta þær við endann á spottanum
sem fyrir var og þannig tókst mér
á endanum að komast upp. Maður
hefur nú í seinni tíð tamið sér að
fara varlega í svona klöngur en
svo var ekki þá.“
Tóku Hana í fóstur
Smáeyjarnar, og þá sérstaklega
Hani, hafa lengi verið Má kærar
en um 60 ár eru síðan hann hóf
að stunda þar bjargveiði. „Þannig
var að ég reri hér í nokkur ár eftir
að ég var búinn með menntaskól-
ann, með Óla í Skuld á Ófeigi
II. Í óvæntu stoppi datt og mér
og Gunnari Hinrikssyni rafvirkja
datt í hug að fara í lunda. Okkur
langaði að komast út í Hana og
veiða þar. Við fengum leyfi hjá
bændum og sóknarnefnd sem fóru
á þeim tíma með ráðstöfunarvald
á Smáeyjum ásamt Bjarnarey sem
tilheyrðu þá Ofanbyggjurum.” Þá
var enginn kofi í Hana og hafði
aldrei verið, menn gistu í tjöldum
niðri í helli eða Bóli eins og það
var kallað. „Í Hana höfðu menn
stundað veiðar á lunda áður en
fóru alla jafna og veiddu þar
fyrir lundatímann sjálfan. Eyjan
var einnig notuð undir vetrarbeit
en svo var féð sótt á vorin til að
hámarka fýlavarp sem var mikið
á svæðinu. Við héldum áfram
að stunda þetta og var legið í
tjöldum í nokkur ár áður en við
fórum að pæla huga að kofa.
Við ræddum jarðarbændurna og
safnaðarnefndina og fengum leyfi
til þess að ráðast í framkvæmdir
sem stóðu seinni hluta sjöunda
áratugarins. Við vorum þrír, sem
stóðum í þeim framkvæmdum, ég,
Gunnar rafvirki og Siggi í Stakka-
gerði. Upp úr 1970 bættust þeir
svo við félagið Hörður Hilmisson
og Björn Karlsson og vorum við
fimm fram að gosi.”
Hvergi nærri hættur eftir
4000 ferðir á Heimaklett
Ber skylda til að passa upp á þessar perlur og skila þeim í góðu
ástandi til komandi kynslóða
Á leið í Hana úr Kaplagjótu Svavar, Már, Ingi Tómas og Baldvin.
Fyrri kofinn í smíðum Hörður, Már, Gunnar.
SINDRI ÓLAFSSON
sindri@eyjafrett ir. is