Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2023, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2023, Síða 8
8 | | 4. maí 2023 Góð tíð Kofinn sem þeir byggðu var um 12 fermetrar á tveimur hæðum. „Undir honum var heilmikill kjallari og fór afar vel um okkur karlana í þeim kofa. Þegar viðver- an var hvað mest vorum við allt að 25 daga í júlí þarna úti.“ Þeir félagar höfðu allar Smáeyjarnar til umráða þangað til sveitarfélagið tók við yfirráðum á úteyjunum árið 1971 af jarðarbændum. „Við sóttum bæði egg og fugl í Hænu og Hrauney fram að þeim tíma. Í Hrauney var mikil og góð veiði og fínt að vera þar. Við gerðum það eitt sumarið fara þrisvar sinnum tæplega sólarhringsferð í Hrauney, ég og Jóhann Pétur Andersen. Faðir hans skutlaði okkur út eftir vinnu og sótti okkur svo um kaffileytið daginn eftir. Í þremur svona túrum náðum við í 45 kipp- ur af fugli, þar af voru 18 í einni ferðinni. Þá vildi svo skemmtilega til að þeir voru staddir í Hana á sama tíma Hörður Hilmis og Henrý Granz og skoruðu á okkur í keppni. Það var ekki hátt á þeim risið næst þegar við hittum þá eftir þann dag en þeir voru frekar aumlegir með sínar 3 kippur eftir daginn.“ Már segir lundaveiði hafa verið góða í Smáeyjum og oft á tíðum ótrúlega þegar litið sé til þess hversu litlar þær eru. „Stundum veiddum við þokka- lega. Það var ekkert óeðlilegt að ná í 10 kippur á einum degi, tveir menn þegar vel gekk. Algengt var að ná í þrjár til fimm að kippur á dag einn maður ef setið var við.“ Már segir þá ekki hafa orðið efnaða á þessum veiðum. „Það er töluverður kostnaður sem fylgir því að gera út bát og kofa og viðhalda því og þetta fór nú að mestu í það og svo átti maður í soðið.“ Hanamenn urðu svo fyrir því óláni að kofinn þeirra einfaldlega hvarf árið 1984. „Það var ljóst á öllum vegsummerkjum að aldan bara tók hann í heilu lagi. Óskar í Höfðanum sagði mér seinna að þá hefði verið versta vestanbrim í rúm 30 ár. Það voru engar leifar af honum.“ Þeir félagar létu það ekki stoppa sig og byggðu annan kofa ofar og austar en sá gamli stóð en þó öllu minni. „Hann er ekki nema átta fermetrar og er bara svipaður og gott þjóðhátíðar- tjald. Það hefur farið ágætlega um okkur þar þrátt fyrir að íburðurinn sé ekki mikill.“ Allur sjarmi farinn Már sveiflaði síðast lundaháf árið 2008. „Við sáum þá í hvað stefndi þegar fækka tók nokkuð skart í lundastofninum og ákváðum að láta náttúruna njóta vafans. Það hefur ekki verið farið með háf út í Hana síðan 2008.“ Már telur ólíklegt að lundaveiði verði stunduð í Hana aftur eins og gert var hér áður fyrr ef lundastofninn nær fyrri hæðum. „Nei það tel ég nær útilokað, það er enginn friður þarna fyrir túristabátum. Það er enginn friður til að veiða eða vera í ró og næði. Fuglinn fær engan frið þegar sífellt er verið að styggja hann allan daginn yfir sumarið. Þá er líka sjarminn far- inn af þessu þegar þú kemst ekki út í Eyju og ró og næði.“ Heimaklettur Líklega hefur enginn farið fleiri ferðir á Heimaklett en Már Jóns- son. „Árið 2010 fór ég að stunda göngur af krafti á Heimaklett.“ Þegar blaðamaður spurði Má hvað það væri sem væri svona heillandi og drægi hann þarna upp ennþá eftir 4000 ferðir horfði hann á mig í forundran. Rétt eins og ég hefði reynt að bjóða honum tyggjóplötu í miðjum íslenskutíma þar sem leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um aldarfjórðungi. „Nú það liggur í augum uppi. Það er fyrst og fremst útiveran og náttúran öll á þessu svæði. Síðan er þetta hæfileg ganga fyrir svona gamlingja. Þegar maður er kominn upp á fögrum degi þá er útsýnið óborganlegt. Það að sjá langt inn til landsins og úteyjarnar flestar. Svo tel ég mér trú um að það sé einhver heilsubót í þessu, að halda pumpunni og lungunum við og á meðan maður trúir því þá er sjálfsagt að halda því áfram.“ „Crazy guy“ Ef við miðum við það að Heima- klettur sé 283 metrar á hæð þá hefur kappinn klifrað samtals 1.132.000 metra eða sem nemur um 128 ferðum á Mount Everest í þessum 4000 ferðum. Hún hefur sjaldan átt betur við athugasemdin sem erlendur ferðamaður ritaði í gestabókina á Heimakletti fyrir nokkrum árum. “I would really like to meet this crazy guy named Már Jónsson and ask him why he climbs this mountain so much.” Að hluta til má rekja þennan ferðafjölda til þess að í að- draganda áramóta árið 2011 fékk Már þá flugu í höfuðið að fara upp á Heimaklett á hverjum einasta degi ársins í það minnsta. „Mér þótti spennandi að sjá hvað maður kæmist margar ferðir og hvort það væri hægt að fara í það minnsta eina ferð á dag allt árið. Ég nefndi þetta við Gulla tengdason minn og þá var ekki aftur snúið. Það fór þó svo að lokum að það duttu út tveir dagar en báða dagana var Eiðinu lokað vegna veðurs og því engin leið að komast á Heimaklett en báða þessa daga mældust norðan Þeir byggðu kofann 1985 ásamt Má. Ingi Tómas, Baldvin og Kristján Már gerir lagfæringar Fundur á Hanahaus. Már, Baldvin, Markús, Kristján. Rúningsferð Baldvin, Ingi, Jónatan, Markús.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.