Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2023, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2023, Blaðsíða 14
14 | | 19. október 2023 „Ég er ráðherrabílstjóri í fæðingarorlofi . Er í mastersnámi í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst, hliðarverkefni við að ala upp barn,“ segir Eyrún Haralds- dóttir verkefnastjóri starfakynn- ingar sem verður í Þekkingar- setrinu 16. nóvember nk. „Ég vann í fimm ár í ferðaþjónustu og þar á undan vann ég í 15 ár með unglingum, bæði í félagsmið- stöð og í Fjölsmiðjunni,“ bætir Eyrún við sem hefur starfað með Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur í nokkur ár. Segir mastersnámið eðlilegt framhald og nýja áskorun. Ein jólin brá hún sér í grunnbúðir Everest sem sýnir að Eyrún gerir það sem henni dettur í hug. „Maður finnur sér alltaf ný ver- kefni og næsta skref er Starfa- kynningin 16. nóvember. Er það í þriðja skiptið sem kynningin er haldin í Vestmannaeyjum. Kynningin verður í Þekkingar- setrinu og húsnæði Visku. Síðast var hún árið 2018. Þá kynntu 25 fyrirtæki og stofnanir í Eyjum starfsemi sína fyrir nemendum Grunnskólans og Framhaldsskól- ans og öllum Eyjabúum. Hún heppnaðist mjög vel og ekki síður fyrsta kynningin sem var uppi í Framhaldsskóla.“ Eyrún hefur haft samband við flest fyrirtæki og stofnanir í bænum og kemur fjöldinn á óvart. „Eflaust hef ég gleymt einhverjum en þau sem ég hef haft samband við eru yfir 130. Bið ég þá sem ég ekki hafa heyrt frá mér að hafa samband því auðvitað viljum fá sem flesta. Ég hefði viljað vera búin að fá meiri viðbrögð frá þeim sem ég hef haft samband við og væri gaman að heyra frá fleirum, fyrirtækjum, einyrkjum, frumkvöðlum og stofnunum. Starfakynningin verður í einn dag. Fyrripart dags koma efri bekkir Grunnskólans og nemendur úr Framhaldsskólanum og seinni partinn er opið fyrir almenning. Er full ástæða til að hvetja fólk til að mæta og kynna sér fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í Vestmanna- eyjum.“ Persónuleg og lifandi kynning Tilgangurinn með starfakynn- ingunni er stefnumót atvinnulífs- ins við starfsmenn framtíðarinnar, íbúa og önnur fyrirtæki. Fyrirtæki eru hvött til að vera með, með fleiri þátttakendum verður kynn- ingin áhugaverðari og árángurs- ríkari. Markmiðið er persónuleg og lifandi kynning á starfsgreinum og starfsemi fyrirtækja í bænum. Með áherslu á fjölbreytni þeirra og jafnframt að skapa umræðu um þróunina. Kynningin verði stefnumót ólíkra fyrirtækja sem gæti jafnvel leitt til samstarfs. Gefa nemendum skólanna tæki- færi til að fræðast um atvinnulíf í Vestmannaeyjum og þróun þess og sjá hvaða tækifæri eru í boði í heimabyggð. „Setrið hentar einstaklega vel fyrir kynningu eins og þessa. Flott staðsetning en um leið getur fólk fræðst um að það sem er að gerast í húsinu. Nóg pláss á tveimur hæðum og fyrir mig er þetta mjög spennandi. Það eru 20 ár síðan ég flutti héðan og gaman að sjá að í Vestmannaeyjum er allt til alls og meira til. Mikil uppbygging,“ sagði Eyrún sem hvetur þá sem ekki fengu póst að hafa samband, hægt er að senda póst á starfa- kynning@gmail.com. „Eins ef fólk er með einhverjar spurn- ingar, endilega hafið samband og vonandi verður fullt hús. Þetta er tækifæri til að sýna hvað hægt er að gera í Vestmannaeyjum.“ Stefnumót við framtíðina Starfakynning í Þekkingarsetrinu 16. nóvember: KÓTILETTUKLÚBBUR VESTMANNAEYJA Hin geysivinsæla KÓTILETTUVEISLA 2023 verður haldin í Höllinni fimmtudaginn 26. október. Húsið opnað kl. 19.00, borðhald hefst kl. 19.30 Að ðgangseyrir aðeins kr. 5000 Þið sem hafið áhuga að taka þátt í herlegheitunum þurfið að leggja inn á reikning númer 0185 05 001957 Kt.: 140157-5979 fyrir þriðjudaginn 24. október til að hægt verði að panta hráefni miðað við fjölda. Allur afgangur eftir kostnað rennur til góðra málefna hér í Eyjum. SAGNALIST, SKEMMTUM OG GAMAN GAMAN BORÐUM TIL GÓÐS! LI ST Ó 20 23 Veislustjóri: Bjarni Ólafur Guðmundsson, Daddi Eyrún með soninn Harald. Myndir frá Starfakynningunni í Setrinu 2018.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.