Fjarðarfréttir - 05.10.2023, Qupperneq 15

Fjarðarfréttir - 05.10.2023, Qupperneq 15
www.fjardarfrettir.is 15FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2023 Hafnfirðingurinn Ásta Eyjólfsdóttir er Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2023 sem lauk 26. september eftir að hafa staðið yfir í allt sumar. Til að eiga möguleika á að verða Þrautakóngur Ratleiksins þarf við­ komandi að hafa fundið öll 27 ratleiks­ merkin sem komið hafði verið fyrir við áhugaverða staði vítt og breitt um bæjarlandið og þó mest í upplandinu. Sumarið, ekki síst júlí og ágúst, var einkar gott fyrir ratleiksunnendur sem sennilega var með í gera þetta að fjöl­ mennasta Ratleik Hafnarfjarðar frá upphafi. Eru þá aðeins taldir þeir sem fundu a.m.k. 9 merki og skiluðu úrlausnarblaði. Alls skiluðu 265 þátttakendur inn lausnum og 133 fundu öll 27 merkin og geta því kallað sig þrautakóng Aðeins í fyrra kláruðu fleiri allan leikinn en þá kláruðu 6 fleiri allan leikinn. Heildar­ þátttakan í sumar var því um 14% meiri en í fyrra sem líka var metár. 69 fóru á a.m.k. 18 staði sem er 77% fjölgun frá í fyrra og geta þeir kallað sig göngugarp. 63 fóru á a.m.k. 9 staði sem er fjölgun frá í fyrra og geta þeir kallað sig léttfeta. Alls mættu um 140 þátttakendur á uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar, sem haldin var í í Hafnarborg sl. fimmtudag. Á síðasta ári var met­ þátttaka og yfirfylltist Apótek Hafnar­ borgar svo nú farið í aðalsal Hafnar­ borgar, svo mikil var þátttakan. ÞÁTTTAKENDUR VÍÐA AÐ Þátttakendur í Ratleiknum eru af öll­ um aldri og er þetta vinsæll fjöl skyldu­ leikur. Fólk kemur víða að og mátti sjá þátttakendur frá Selfossi, Vogum, Mosfellsbæ, Reykjavík, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Kópavogi og þó langflestir komi frá Hafnarfirði þá mátti líka sjá þátttakendur frá Noregi og Danmörku. ÞRAUTAKÓNGUR 2023 1. Ásta Eyjólfsdóttir (62), 2. Þóroddur S. Skaptason (70) 3. Brynja Sif Gunnarsdóttir (7) GÖNGUGARPUR 2023 1. Þór Sigurðsson, Seltjarnarnesi 2. Birkir Ingi Jónsson (15) 3. Guðný Steina Erlendsdóttir (65) LÉTTFETI 2023 1. Ísak Móri Helgason (10), Kópavogi 2. Elín Margrét Guðmundsdóttir (54), Selfossi 3. Jóhanna Gyða Stefánsdóttir (59) Fjallakofinn gaf aðalvinninginn í ár, Scarpa gönguskó fyrir verðlaunahafa Þrautakóngs. M Design í Firði gaf aðalvinninga í flokki Göngugarps og Léttfeta og Fjallakofinn bætti þar við höfuðljósi til Léttfetans og göngustöfum til Göngugarpsins. Að auki fengu tveir í hverjum flokki viðurkenningu, einn í hverjum flokki fékk sundkort frá Sundlaugum Hafnar­ fjarðar, og hinir fengu Gjafakort frá Fjarðarkaupum, máltíð fyrir tvo á Von mathús og gjafabréf frá Altis. FJÖLMARGIR STYRKTARAÐILAR Það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur út leikinn en Rio Tinto á Íslandi er aðalstyrktaraðili leiksins auk Hafnar­ fjarðarbæjar sem er samstarfsaðili um útgáfu leiksins. Ómar Smári Ármannsson, sem heldur úti fróðleiksvefnum ferlir.is hefur veitt gríðarlega aðstoð við gerð leiksins en hann er meðal fróðustu manna um Reykjanesið. Þá voru veitt samtals 31 útdráttar­ verðlaun en þau voru gefin af Sund­ laugum Hafnarfjarðar, Altis, Von, Burger­inn, Píluklúbbnum, Ban kúnn, Tilverunni, Rif, Krydd, Músik og sport, Gróðrarstöðinni Þöll, Snjóís, Fjalla­ kofanum og Gormur.is Þá styrktu Landsnet, HS­veitur og H­berg leikinn. VERTU MEÐ Næstu Ratleikur hefst í júní 2024. Fylgstu með á ratleikur.fjardarfrettir.is Nánari frétt og myndir má sjá á www.fjardarfrettir.is Metþátttaka í Ratleik Hafnarfjarðar í ár 140 manns mættu á uppskeruhátíð leiksins sl. fimmtudag Vinningshafar í Ratleik Hafnarfjarðar 2023 ásamt Guðna Gíslasyni, umsjónarmanni leiksins, frá vinstri: Elín Margrét, Þóroddur, Brynja Sif, Ásta, Ísak Móri, Guðný Steina, fulltrúi Birkis Inga, Þór og Jóhanna Gyða. Viltu losna við grenitré úr þínum garði? Hafnarfjarðarbær býðst til að fjarlægja grenitré úr görðum íbúa, þeim að kostnaðarlausu. Tré sem uppfylla ákveðin skilyrði verður komið fallega fyrir á opnum svæðum á aðventunni. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband. Nánar á hafnarfjordur.is Alls voru veitt níu verðlaun og 31 útdráttarvinningur sem fyrirtæki gáfu af miklum rausnarskap.

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.