Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.02.2024, Page 5

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.02.2024, Page 5
Framkvæmdafréttir nr. 729 1. tbl. 32. árg. 5 Fyrirbyggjandi hálkuvarnir Hálkuvarnir geta falist í fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir hálku en einnig er gripið til aðgerða eftir að hálka hefur myndast. Aðferðir við að draga úr hálku felast m.a. í að fjarlægja snjó þannig að fyrr sjáist í auðan veg, rífa upp ís eða klaka og sandbera eða salta vegi. Að fjölmörgu er að huga þegar ákvörðun er tekin um fyrirbyggjandi aðgerðir. Á meðal þess sem taka þarf mið af er langtímaspá, ástand vegar og veðurfar, veðurútlit næstu klukkustundir og umferðarflæði. Hjá Vegagerðinni er notuð ýmis tækni til þess, svo sem veðurspár, myndavélar og viðnámsmælingar og einnig fara eftirlitsmenn á viðkomandi staði til að meta aðstæður þegar við á. Vaktstöðvar Vegagerðarinnar, ásamt þjónustustöðvum á hverju svæði halda utan um skipulag vetrarþjónustunnar, og eru þær á vaktinni allan sólarhringinn, allt árið um kring. Á upplýsingavef Vegagerðarinnar, www.umferdin.is , eru ávallt nýjustu upplýsingar um veður og færð. Einnig er hægt að hringja í 1777, þjónustusíma Vegagerðarinnar, til að fá upplýsingar. 1777 er opinn á milli kl. 6:30 – 22:00 alla daga vikunnar. ↓ Traktor og snjóblásari ryðja sér leið upp Bláfjallaafleggjara veturinn 2022. Mynd: Heimir Hoffritz

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.