Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.02.2024, Blaðsíða 22

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.02.2024, Blaðsíða 22
22 Framkvæmdafréttir nr. 729 1. tbl. 32. árg. Rekstur jarðganga „Að reka jarðgöng felst í raun um að halda mannvirkinu opnu og öruggu,“ segir Steinþór. Meðal þess sem fellur undir rekstur jarðganga er viðhald á öllum búnaði, merkingum, stikum og malbiki. Jarðgöng eru hluti af vegakerfi Vegagerðarinnar. Þjónustustöðvar á hverjum stað sjá um rekstur jarðganga á sínu svæði í samvinnu við vaktstöðvar Vegagerðarinnar sem hafa yfirsýn yfir öll jarðgöng. Einnig eru samningar við þjónustuaðila sem sinna sérhæfðari verkum en Hvalfjarðargöngin eru einu göngin þar sem öll þjónustan er boðin út. Tvisvar á ári eru jarðgöng þrifin með sérstökum þvottabíl. „Hann sprautar vatni á veggi og loft til að safna saman ryki sem sest í sprautusteypuna. Síðan eru vegirnir þrifnir en steyptu axlirnar gera það að verkum að þrifin verða mun auðveldari og árangursríkari.“ Vaktkerfi jarðganga Rekið er vaktkerfi fyrir jarðgöng þar sem hægt er að fylgjast með öllum búnaði í jarðgöngum. Kerfið gefur til kynna þegar eitthvað er að, til dæmis ef upp koma frávik eða villur. Starfsfólk vaktstöðva Vegagerðarinnar fylgist stöðugt með vaktkerfinu og þjónustustöðvarnar fylgjast reglulega með. Með kerfinu má einnig fjarstýra ýmsum aðgerðum. Til dæmis er hægt að loka göngum eða kveikja á blásurum. Daglegt eftirlit Vegagerðin vinnur eftir vottuðu gæðakerfi en í því er sérstakt gæðakerfi fyrir jarðgöng. „Í því felst meðal annars daglegt eftirlit þar sem starfsmenn Vegagerðarinnar eða verktakar á hennar vegum aka í gegnum göngin og athuga með sjónskoðun hvort allt sé með felldu,“ lýsir Steinþór en einnig er farið í skipulagt eftirlit samkvæmt gæðakerfi á tveggja mánaða, sex mánaða og árs fresti. Þá er einnig sífellt eftirlit í gegnum myndavélar og vaktkerfið. „Á fimm ára fresti eru gerðar óháðar úttektir á göngunum. Þá fáum við skýrslu þar sem taldar eru upp aðgerðir sem þarf að fara í.“ ↑ Almannaskarðsgöng. Hér er búið að steypa kantstein og axlir í göngunum. ↑ Vaktkerfi jarðganga gerir viðvart þegar frávik verða. Með kerfinu má einnig fjarstýra ýmsum aðgerðum. Til dæmis er hægt að loka göngum eða kveikja á blásurum. ↑ Jarðgöng eru reglulega þrifin enda mikil óhreinindi sem setjast í sprautusteypuna. ↑ Dýrafjarðargöng.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.