Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.02.2024, Blaðsíða 20

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.02.2024, Blaðsíða 20
20 Framkvæmdafréttir nr. 729 1. tbl. 32. árg. Jarðgöng: Viðhald og rekstur jarðganga Mikil vinna liggur að baki því að viðhalda og reka jarðgöng. Kostnaður er talsverður en rekstrar- og viðhaldskostnaður síðustu ár hefur verið um 600 til 900 m.kr. á ári. Steinþór Björnsson, verkefnastjóri jarðganga á þjónustusviði Vegagerðarinnar, hélt erindi um viðhald og rekstur jarðganga á morgunfundi Vegagerðarinnar í janúar. ← Steinþór Björnsson „Við erum sífellt að endurnýja búnað í jarðgöngum enda er líftími kerfanna mun styttri en ganganna sjálfra. Það fer eftir eðli búnaðarins hver endingartíminn er en oft er miðað við að rafbúnaður endist í tíu til tólf ár, en vélbúnaður í allt að 25 ár,“ segir Steinþór og útskýrir að viðhaldi jarðganga sé skipt í sex flokka: → Vöktun og öryggi → Myndavélakerfi → Eftirlitsbúnaður → Stjórnbúnaður → Vaktkerfi → Fjarskipti → Tetra kerfi → GSM kerfi → Útvarp (FM) → Lýsing → Veglýsing → Daglýsing → Neyðarlýsing → Upplýsingaskilti → Skipt um peru í jarðgöngum. ↓ Sex brunaæfingar hafa farið fram undanfarna mánuði. Hér er brunaæfing í Strákagöngum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.