Alþýðublaðið - 12.12.1925, Side 3
Verkamenui Verkakonor! Verzlið Við Kaupfélagií!
Farið bingað, sem fjöldmn fer!
K»oplð fatnað o? yfirfrakka! — Vikuleg *ala, um þrjátiu fatuaðir, eru beztu mesðmæUn.
Drengjaföt < atóru úrvali þeasa vikuna moð tœklfœrlsverði — 8o króna
regnkápur nú að »ln» kr. 50 00 (að eins nokkur stykkl oftir).
Pvjénagarnið fjórþætts á kr. 2 90 hálípuudið. — Allar aðrar vörur með sama
vorðialif. — Fyi(?lð þaim fóruaaut, aem lon^st kemst i varðfækkuniuni, — þá munuð þér
koeast ianjfst i Kfsbxráttunni. Moð því að styðjs hana styðjið þér sjáiian yður.
Atkngið varð og vörugæði hvar som þér viljið 1 borginni! — Látlð ekki táibeltur hata
áhrlf & pyigjn yðar! — Kcmlð og aanntærist um tilgang
f
Utsölunnar á Laugav. 49!
sagt með sanni, að hún sé „þyrk-
ingsleg'1 0. s. frv. Ég bendi á
þessa mynd til dæmis, en hún er
ekki sú eina.
Enn segir V. St.: „En hjá Finni
eru „compositionirnar ekki betur
„componeraðar" en aðrar myndir
hans." Petta er óneitanlega bros-
leg setning. Hún gefur í skyn, að
allar myndirnar séu jafnilla „com-
poneraðar". Slíkt er í meira lagi
ósennilegt, þegar um margar
myndir er að ræða. Og fróðlegt
þætti mér að heyra, hvaða galla
í „composition" eða jafnvægi V.
St. finnur í myndunum „Blóm" nr.
4, „Við kaffiborð" nr. 13 og „com-
position" nr. 32. Þessar myndir
eru að mínu áliti ósvikin lista-
verk. 1 1
V. St. er ekki frá því, að Finni
geti farið fram frá því, sem nú
er. Þar getum við ásköp vel verið
sammála, því að svo er um flesta,
hvað þroskaðir sem þeir eru. En
til þess, að honum geti farið
fram, segir V. St., að hann megi
ekki „sökkva sér um of niður í
hina þýzku ef iröpun franskrar
listar". Að heyra nefnda þýzka
eftiröpun á franskri list finst mér
eitthvað líkt og maður heyrði tal-
að um norska eftiröpun á þýskri
músík hjá Chr. Sinding.
. Enn fremur mætti skilja á orð-
um V. §L að 'innur þekti ekki
nema þýzka list Enn þá ein fjar-
stæðan! Því að fyrst og fremst
eru þýzk listasö n mjög auðug að
listaverkum frá úmsum löndum,
og auk þess eru í Þýzkalandi
stöðugt sýningar á útlendri úr-
valslist, t. d. á franskri, rússneskri,
austurrískri og ungverskri list.
Alt fyrir þetta kynni það að verða
Finni mjög til góðs að fá styrk
til að geta dvalið um tíma í
Frakklandi.
Að Iokum segir V. St., að
franskir „expressionistar" beri af
þýzkum eins og gull af eiri. Þar
munu ekki- allir vera ritstjóranum
sammála að Frökkum ólöstuðum.
1. dezember.
Ásgeir Bjarnpórsson.
Til þess að dreyfa jólasölunni
yfir fleiri daga, látum við
ökeypis
aálar !og nokkrar
plötnr
með hverjum
grammðtön,
sem keyptur er hjá okkur fyrir
16. dezember. Auk þess
happdrœttismfða
með hverjum 5 kr. kaupum.
Hljððtærahúsið.
Sdgar Rice Burroughs: Vilti Tarzan.
„Farðu upp á húsþakið, sem ég fyrst kom upp á,
og spurðu dauða manninn, sem þú fiunur þar nakinn,
hvernig ég fékk föt min,“ sagði apamaðurinn og glotti.
Smith-0 dwick leit snögglega framan í félaga sinn.
»Ég veit af náunga, sem ekki þarf lengur fata sinna
við Ef við komumst aftur hérna upp á þakið, held ég,
að við getum fengið föt hans fyrirhafnarlitið. Þar er
að eins einn maður og stúlka tll vamar.“
„Hvernig veiztu, að maðurinn þarf ekki lengur á
fotum sinum að halda?“ spurði Tarzan.
sÉg veit þaö þess vegna, aö ég drap hann.
„Nú, já! Þaö er liklega betra en að klófesta einn af
náungum þessum á götunni,“ mælti Tarzan.
„En hvernig komumst við aftur upp á þakið?* gpurði
Bretinn.
„Sömu leiðina og þú komst niður,“ svaraði Tarzan.
„Það er dálltil sylla á súluhöfðinu, sem þú rendir þór
niður. Það væri erfiðara að klifra upp hin húsin sum.“
Smith-Oldwick horfði upp eftir súlunni. „Hún er ekki
mjög há,“ sagði hann, „en ég er hræddur um, að hún
vorði mér erfið. Ég skal reyna, — en mér liður hálfilla,
siðan ljónið sló mig, og varðmennirnir hrökta mig. Ég
hefi iika veriö matarlaus í tvo daga.“