Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Síða 2

Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Síða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 1.100 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Eldur kom upp í litlu einbýlis húsi að Grundarbraut 18 í Ólafs vík aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Slökkvilið Snæ fells bæjar fékk tilkynningu um eld í húsinu um kl. 2:20, en þá var húsið fullt af reyk. Slökkviliðið var fljótt á stað­ inn og voru tveir reykkafarar sendir inn í efri hæð hússins og fundu þeir íbúa hússins með­ vitundar lausan. Húsið er úr timbri, en undir því er steyptur kjallari. Reykkafarar fóru einnig inn í kjallarann en hann reynd­ ist mannlaus. Kallað var á lækni og einnig var björgunar þyrla kölluð út. Lífgunartilraunir voru reyndar á staðnum en þær skiluðu ekki árangri. Maðurinn var fluttur á heilsu­ gæslustöðina og var þar úr ­ skurðaður látinn. Hann hét Theódór Árni Emanúelsson, var á 39. aldursári, ókvæntur og barnlaus. Lítill eldur var í íbúðinni, en mikill reykur og gríðarlegur hiti. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnstæki í eldhúsi. Vel gekk að slökkva eldinn, en húsið er mikið skemmt af reyk og sóti. jó Maður lést í eldsvoða VK lagnir sigruðu Örvar SH 9­7, Örvar skoraði á Rifnes SH og um síðustu helgi gerðu Rifsnes SH og VK lagnir jafntefli 10­10 og þurfa því að mætast aftur um næstu helgi. Fyrsti vinningur er 90 milljónir á laugardagsseðlinum og 16 til 24 milljónir á sunnudags­ seðlinum það gæti borgað sig að taka þátt í getraununum fyrir ykkur og einnig fyrir félagið ykkar. Opið á laugar­ dögum frá 11.00 til 13.00. Heitt kaffi á könnunni. Munið félagsnúmerið 355. Allir vel­ komnir. Áfram Víkingur. Stjáni Tótu. Það gaf nokkuð vel til róðra fyrir báta sem róa frá Snæfells­ nesi og mokveiði var í öll veiðarfæri. Steinunn SH var lang hæst dragnótabátanna með 314 tonn í 21 róðrum, komst mest í 37 tonn í einum róðri. Stormur SH var með 225 tonn í 19 róðrum. Dragnótabátar frá Snæfells­ nesi lönduðu um 1400 tonn­ um í febrúar. Einstakir róðrar hjá bátunum voru margir hverjir mjög stórir, t.d Guðmundur Jensson SH sem komst í 22 tonn, Gunnar Bjarna son SH 20 tonn, Svein­ björn Jakobsson SH 20 tonn og Vestri BA sem landaði að mestu í Ólafsvík komst í 39 tonn í einum róðri. Tryggvi Eðvars SH hafði sætaskipti við Kristinn II SH og báðir bátarnir komust yfir 150 tonn. Afli þessara báta var mjög svipaður og var hjá sömu bátum í janúar. Afli annara SH báta var mjög góður, Særif SH 106 tonn í 13 og var 90 kílóum á eftir Guðmundi Einarssyni ÍS, Bíldsey SH 97 tonn í 15. Landey SH átti mjög góðan mánuð var með 91 tonn í 17 róðrum og komst mest í tæp 15 tonn í einum róðri. Brynja SH var með 88 tonn í 15, Guð­ bjartur SH 77 tonn í 15, Sæ ­ hamar SH 75 tonn í 12, Lilja SH 71 tonn í 15, Stakkhamar SH 69 tonn í 14, Kvika SH 58 tonn í 12, Kóni II SH 56 tn í 9. Bátar Sverrisútgerðarinnar í Ólafsvík fiskuðu vel í febrúar og varð Glaður SH hæstur smábátanna undir 10 BT með 93 tonn í 18 róðrum, Sverrir SH var með 57 tonn í 14. Þar á eftir komu Kári SH sem var með 49 tonn í 13, Mangi á Búðum SH 31 tonn í 11, Anna Karín SH sem var á síldarveiðum í net var með 27 tonn í 7, Oliver SH 18 tonn í 10, Karl Þór SH 16 tonn í 14 og Siggi Afi HU 11 tonn í 7. Netaveiði var góð og alger mokveiði. Geir ÞH frá Þórshöfn kom í Breiðafjörðinn og landaði í Grundarfirði og mok­ fiskaði, varð aflahæstur allra netabáta á landinu með 385 tonn í 18 róðrum, það gerir um 21 tonn í róðri. Mest komst báturinn í 39 tonn í 7 trossur á einum degi. Annar bátur frá Norðurlandi Hafborg EA var líka í Grundarfirði og mokfiskaði var með 216 tonn í 18 róðrum. Þórsnes II SH var með 285 tonn í 19 róðrum en báturinn landaði mestum hluta af aflanum í Sandgerði og restinni í Stykkishólmi. Smábáturinn Bárður SH var langhæstur smábátanna með 198 tonn í 19 róðrum, Magnús SH var með 158 tonn í 12 róðrum, Haukaberg SH 111 tn í 10, Ólafur Bjarnarsson SH 105 tonn í 7, Arnar SH var með 64 tonn í 5, Katrín SH 57 tonn í 17, Hafnartindur SH 51 tonn í 15 og Reynir Þór SH 41 tonn í 5. Athyglisvert er að Sóley SH var hæstur trollbátanna frá Snæfellsnesi með 221 tonn í 5 róðrum, kom mest með 52 tonn að landi. Helgi SH var með 207 tonn í 4, Farsæll SH 192 tonn í 5 og Hringur SH 182 tonn í 3. Gísli Reynisson www.aflafrettir.com Getraunir Febrúar á sjónum

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.