Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Side 4
Northern Wave hátíðin var
haldin í fimmta sinn um síðustu
helgi. Hátíðin fór vel fram en
rúmlega 200 manns sóttu
hátíðina. Verðlaunaafhendingin
var haldin á lokadegi hátíðar
innar á sunnudag og voru veitt
verðlaun að upphæð samtals
200.000 krónur, fyrir bestu
alþjóðlegu stuttmyndina voru
veitt 80.000 kr. verðlaun og
hlaut pólska stuttmyndin Last
Train eftir Weronika Tofilska
þau verðlaun.
80.000 kr. verðlaun hlaut
einnig Skaði eftir Börk Sig
þórsson sem besta íslenska
stutt myndin og fyrir besta
íslenska tónlistarmyndbandið
voru veitt verðlaun að upphæð
40.000kr og þau hlaut Inga
Birgisdóttir en hún leikstýrði
Smashed Birds með Sóley en
Gogoyoko.com gaf einnig 50
evru inneign á Gogoyoko.com
auk 12 mánaða premium áskrift
á síðuna. Hinn grundfirski
Lavaland hannaði verðlauna
gripi úr endurunnu áli og
hrauni úr Berserkjahrauni.
Í dómnefnd voru þær Kristín
Jóhannesdóttir leikstjóri, Elísa
bet Ronaldsdóttir klippari og
franska kvikmyndatökukonan
Isabelle Razavet. Í dómnefnd
tónlistarmyndbanda var hljóm
sveitin Magga Stína og Hringir
en þau spiluðu einnig fyrir
dansi á laugardagskvöldið á
hátíðinni.
Einnig var haldin Fiski rétta
keppni á vegum hátíðar innar
þar sem keppendur buðu upp
á fiskiréttu í grundfirsku
hráefni. Ellefu lið tóku þátt og
gestir hátíðarinnar kusu svo
um besta réttin. Sóknarprestur
Grundarfjarðar Aðalsteinn Þor
valdsson og konan hans Lína
Hrönn Þorkelsdóttir voru yfir
gnæfandi sigurvegara með
lang flest atkvæði. Í verðlaun
voru gjafabréf á bæði Fisk
markað og Grillmarkað Hrefnu
Sætran.
Northern Wave
lokið Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur
THEODÓR ÁRNI EMANÚELSSON
Grundarbraut 18, Ólafsvík
Lést af slysförum föstudaginn 2. mars á heimili sínu
Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 10. mars kl 14.00
Jarðsett verður á Búðum.
Emanúel Ragnarsson
Magnús Guðni Emanúelsson Lára Hallveig Lárusdóttir
Unnur Emanúelsdóttir
og systkinabörn
Frá fiskréttakeppninni.
Lavaland hannaði verðlauna gripi
úr endurunnu áli og hrauni úr Ber
serkjahrauni.
Íbúar Snæfellsbæjar áttu
ekki von á að sjá ferðamann á
reiðhljóli. Blaðamaður rakst á
hann á sunnudagskvöld þar
sem hann sat á Hobbitanum í
Ólafsvík að snæðingi. Þetta er
Tom Sercu sem er frá Belgíu
og vinnur 5 mánuði á ári á
hótelum og ferðast hina 7.
Ísland varð fyrir valinu þetta
árið og ætlar hann að ferðast
hér um næstu 6 mánuði á
hjólinu sínu og gista í tjaldi
eða hóteli ef svo ber undir.
Fannst honum ekki tiltökumál
þó veðrið væri oft kalt og
hvasst. Ferðin er ekki
skipulögð neitt sérstaklega hjá
Tom heldur lætur hann veður
og aðstæður ráða ferð t.d. gisti
hann aðfaranótt sunnudags á
Kast gesthouse og hjólaði svo
suður fyrir jökul, skoðaði
Arnarstapa, Hellnar og fleiri
staði. Á mánudeginum var
ferðinni heitið í Stykkishólm
þar sem hann ætlaði að ákveða
framhaldið þegar hann væri
búin að skoða áætlun Baldurs.
Þegar blaðamaður talaði við
hann var hann t.d. ekki búin
að ákveða hvar hann ætlaði að
gista um nóttina og klukkan
orðin 20:00 og farið að dimma.
Tom er mjög hrifin af landinu
og finnst gaman að ferðast hér
um.
þa
Á reiðhjóli
í byrjun mars