Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Blaðsíða 6
Níu hressir og kátir ein­ staklingar úr Félagi eldriborgara í Snæfellsbæ tóku sig saman og skráðu sig til leiks í lífshlaupinu. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilis­ stöfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta . Lífshlaupið var haldið í fimmta sinn nú í ár. Hópurinn frá Félagi eldri borgara endaði í öðru sæti í keppninni um flesta daga og fengu glæsilegan verðlauna­ skjöld fyrir, fjölbreytt hreyfing skilaði hópnum verðlaununum en þau eru öll dugleg að taka þátt í ýmiskonar hreyfingu og íþróttum, má þar m.a. nefna sundleikfimi, dans, göngu og boccia. Í hópakeppninni var mikil samkeppni en þátt tóku 457 vinnustaðir með 1.542 liðum og í þeim liðum voru samtals 11.706 þátttakendur. jó Í öðru sæti Hugmyndin er að við í Átt­ haga stofu Snæfellsbæjar í sam­ starfi við Félag Nýrra Íslend­ inga setjum upp sýningu á Vesturlandi (Akranes/Snæ fells­ bær) með hópi nýrra Íslend­ inga, þar sem þeir fá tækifæri til að kynna list sína og þeim er gefinn vettvangur til að sýna það sem leynist inni í hæfileikaskápnum. Undir list felst ljósmyndir, málverk, skúlptúrar, handverk og fleira. Auk þess yrðu skipulagðir opnunartónleikar í bæði skipt­ in, á Akranesi og í Snæfellsbæ, þar sem tónlistarmenn af erlendum uppruna kæmu fram, með hljóðfæraleik eða sem söngatriði, dansarar eða annað. Óskað er eftir þátttöku og ábendingum um listamenn og tónlistarmenn af erlendum uppruna á Snæfellsnesi ­ hafið samband sem fyrst við Barböru í síma 8622998 eða sendið línu á barbara@snb.is Opnunartónleikarnir í Snæ­ fells bæ verða væntanlega þann 28. apríl, laugardag, kl 16.00 og stendur sýningin til 11. maí 2012. Fyrir hönd Átthagastofu Snæfellsbæjar Barbara Fleckinger Þjóðalist Vesturlands Biskup Íslands auglýsti í byrjun febrúar laust til umsóknar embætti sóknar­ prests í Ólafsvíkur­ og Ingjalds­ hólsprestakalli til fimm ára og mun nýr prestur taka við þann 1. maí 2012. Umsóknarfrestur rennur út 15. mars nk. Séra Ragnheiður Karitas Pétursdóttir hefur verið sóknarprestur í Ólafsvíkur­ og Ingjaldshólsprestakalli frá því að það varð að einu prestakalli við sameiningu í árslok 2009, áður var sr. Ragnheiður prestur í Ingjaldshólsprestakalli. Sr. Ragnheiður hefur ráðið sig til starfa í Noregi og lætur af störfum um næstu mánaðarmót, til að brúa bilið þangað til nýr prestur verður ráðinn hefur verið samið við sr. Aðalstein Þorvaldsson í Grundarfirði og sr. Guðjón Skarphéðinsson á Staðastað um að sinna sóknarbörnum í Ólafsvíkur­ og Ingjaldshólsprestakalli. jó Auglýst eftir presti Smáauglýsing Til sölu Rauður vel með farinn svefnsófi úr Húsgagnahöllinni til sölu. Stærð 2m x 90cm, flauelsáklæði, lausir bakpúðar. Verðhugmynd 50.000. Upplýsingar í síma 436 6843

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.