Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Side 7

Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Side 7
Samfélagið hér á Snæfellsnesi stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum. Íbúum fjölgar ekki og samfélagið er að eldast. Unga fólkið sækir annað í nám og starf og kemur ekki aftur heim. Þetta, ásamt of mikilli einhæfni atvinnulífs, er alvarleg staðreynd sem vilji er til að bregðast við. Ein leið til að snúa þessari þróun við er að stofna svokallaðann svæðisgarð, hér er um að ræða fyrsta svæðis­ garðinn sem stofnaður verður á Íslandi, en svæðisgarðar eru þekktir víða um Evrópu sem hornsteinar í atvinnuupp bygg­ ingu, þar sem sérstaða og land­ kostir svæða hafa verið nýttir á markvissan hátt til að auka fjölbreytni í atvinnulífi. Litið verður til tækifæra sem tengjast hvers konar matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu, vöruhönnun og listsköpun, rannsóknum og fræðslu. Þetta er um margt óvenjulegt og merkilegt fram­ tak, þar sem heimamenn hafa ákveðið að snúa vörn í sókn með því að undirbúa stofnun svæðisgarðs og vinna saman að atvinnuþróun og eflingu byggðar á Snæfellsnesi, með aðferðumm sem hafa gefið góða raun erlendis. Þetta er uppbygging innan frá, byggð á staðbundnum auðlindum, nýt­ ingu og vernd þeirra. Sam­ starfshópur aðilanna sem að standa er einnig óvenjulegu breiður; sveitarfélögin fimm, búnaðarfélög, Ferða mála sam­ tök Snæfellsness, Starfs manna­ félag Dala­ og Snæfellsnesssýslu og Snæfell, félag smábáta­ eigenda á Snæfellsnesi. Í þeirri vinnu sem nú fer af stað verður samfélagið virkjað á nýstárlegan hátt til að greina sérstöðu svæðisins og þau tækifæri sem felast í nærtækum gæðum Snæfellsnessins til sjávar og sveita, í því skyni að styrkja stoðir undir fjölbreyttari atvinnusköpun. Uppbygging svæðisagarðs er langtíma verkefni, en unnið verður markvisst að tilgreindum áföngum á þeirri vegferð næstu tvö árin ­ og um þá er samið núna. Nýtt verður reynsla erlendis frá þar sem hvað best hefur til tekist við uppbyggingu svæðisgarða. Svæðisgarður á Snæfellsnesi Um síðustu helgi var brotist inn í sundlaugina í Ólafsvík, innbrotsþjófarnir höfðu ekki mikil verðmæti upp úr krafsinu en þó var einhverjum pening­ um og varningi stolið. Innbrotið hefur verið kært til lögreglu og eru þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á laugardagskvöld eða sunnudagsmorgun beðnir um að hafa samband við lög­ regluna. Ein af fáum vísbend­ ingum mun vera sú að þjófarnir skildu eftir sig óhreina sokka og nú er spurning hvort að þeir verði sendir í DNA greiningu í anda erlendra sakamálaþátta. jó Ásbjörn Óttarsson kom fyri skömmu í Krílakot með 3 lifandi krabba, börnunum þótti mjög skemmtilegt að skoða krabbana en fannst þó öruggast að halda sig í hæfilegri fjarlægð. jó Innbrot í sundlaugina Krabbar í heimsókn

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.