Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Page 9

Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2012, Page 9
Þróunarfélag Snæfellinga ehf. hefur ákveðið að setja í gang verkefni sem hefur það að markmiði að líta til framtíðar um þróun atvinnumála á Snæfellsnesi og greina tækifæri og hindranir. Tilgangur með þessu starfi er að finna leiðir til þess að fjölga atvinnu­tæki­ færum og efla starfandi fyrirtæki og stofnanir á Snæfellsnesi. Verkefnið verður unnið eftir svokallaðri Sviðsmyndaaðferð sem byggist á því að búnar verða til nokkrar mismunandi “framtíðarsögur”. Verkefnið hefur fengið yfirskriftina “Atvinnulíf á Snæfellsnesi árið 2025”. Vinnuferlið byggir á því að þátttakendur hittast tvisvar sinnum í svonefndum sviðs­ myndaverkstæðum. Fyrri fund­ urinn verður í Klifi í Snæfellsbæ 16. mars en sá seinni í Samkomuhúsinu í Grundarfirði 21. mars. Í tengslum við verkefnið verður sett fram netkönnun fljótlega sem send verður á helstu hagsmunaaðila á Snæfellsnesi. Niðurstöður könnunarinnar verða meðal annars notaðar á fyrrnefndum verkstæðum eða vinnufundum. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Þróunarfélags Snæfell­ inga ehf. í samvinnu við At ­ vinnu ráðgjöf Vesturlands og í samstarfi við Nýsköpunar­ miðstöð Íslands sem styrkir verkefnið. Það er mikilvægt fyrir verkefnið og þar með þróun atvinnumála á svæðinu að aðilar sem tengjast atvinnulífi á Snæfellsnesi taki virkan þátt í fyrr nefndum verkstæðum eða vinnufundum. Þróunarfélag Snæfellsnes og Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur sett saman lista með nöfnum einstaklinga sem æskilegt er að fá að verkefninu. Tekið skal fram að hugsanlegir þátttakendur eru ekki valdir til að vera fulltrúar ákveðinna samtaka eða stofnana, heldur fyrst og fremst vegna reynslu sinnar og þekkingar á mismunandi sviðum. Atvinnulífið árið 2025 www.steinprent.is

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.