Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 30.05.2013, Side 6

Bæjarblaðið Jökull - 30.05.2013, Side 6
Sjómannadagsblað Snæfells­ bæjar 2013 kemur út í þessari viku fyrir sjómannadag en fyrsta blaðið kom út 1987. Efni blaðs­ ins er fjölbreytt að vanda og það byrjar á hugvekju eftir frú Agnesi Sigurðardóttur biskub Íslands. Viðtal er við Pétur Hauk Helgason fyrrverandi fram ­ kvæmdastjóra Sérleyfis­ og hóp­ ferðabíla Helga Péturssonar en það flutti ma. sjómenn og verka fólk vestur á Snæfellsnes í um sjötíu ár. Þótt það hafi ekki verið í útgerð í sjávarútvegi þá var þessi rekstur þýðingarmikil fyrir okkur hér á Snæfellsnesi. Viðtal er við hina dugmiklu bræður Þorgrím og Steingrím Leifssyni sem reka fyrirtækið Klumbu í Ólafsvík og Frostfisk í Þorlákshöfn. Alls eru þeir með 165 manns í vinnu og hafa frá ýmsu að segja. Páll Stefánsson skipstjóri og hafnarvörður á Rifi segir okkur frá sínu starfi en hann er einnig lykilmaður í öllu björgunarstarfi hér á Snæfells­ nesi. Rætt er við Einar Karlsson fv verkalýðsforingja í Stykkis­ hólmi en hann var formaður félagsins í þrjátíu ár. Stefán Máni verðlaunarithöfundur skrif ar um túr á fraktskipinu Mána fossi en hann var þá að kynna sér sjómennsku og stað­ háttu í tilefni ritunar á met­ sölubókinni Skipið sem kom út 2006. Rætt er við Gunnar Hjálmars son skipstjóra á Hauka­ berginu SH frá Grundarfirði. Hann kemur með áhugaverðan samanburð á vertíðinni 1977 og vertíðinni 2013 sem vert er að gefa gaum. Róbert Óskarsson sjómaður í Ólafsvík segir frá sinni sjómennsku en hann er búin að vera trillukarl sl 20 ár. Georg Andersen framkvæmda­ stjóri Valafells ehf í Ólafsvík ritar áhugaverða grein um hvað fyrirtæki á Snæfellsnesi gætu gert saman til að auka arðsemi. Þá er góð samantekt um upphaf og endir skelveiða í Stykkis­ hólmi eftir Alex Pál Ólafsson stýrimann í Stykkishólmi. Efni og myndir frá hátíðarhöldunum á sjómannadeginum á Snæfells­ nesi 2012 eru í blaðinu og margt fleira. Þar á meðal grein­ ar, viðtöl og svo ljósmyndir af ýmsu efni. Blaðið er 98 síður og það er í fyrsta sinn nánast allt í lit. Það er prentað og brotið um í Steinprent í Ólafsvík. Blaðið verður til sölu á Grandakaffi í Reykja vík, í Samkaup og Hrannar búðinni í Grundarfirði en í Stykkishólmi verður það borið í hús. Ritstjóri er Pétur Steinar Jóhannsson. Grunnskóli Snæfellsbæjar er nú þátttakandi í Comeniusar­ verkefni á vegum Evrópu sam­ bandsins sem hófst haustið 2012 og mun standa til vors 2014. Verkefnið ber yfirskriftina „We can also succeed“ eða „Við getum líka náð árangri“. Markmið þessa verkefnis er að stuðla að bættri sjálfsmynd nemenda á aldrinum 10 – 19 ára sem standa höllum fæti í hefðbundnu námi vegna þroska skerðingar, félagslegra, geðrænna eða námslegra erfið­ leika. Áhersla er lögð á myndmennt og skapandi vinnu og íþróttir eða hreyfingu. Þessar greinar gefa nemendum tækifæri til að efla sköpunarkraftinn og ná settum markmiðum sem eykur sjálfstraust og ánægju. Með verkefninu er einnig stefnt að því að nemendur kynnist menningu þeirra landa sem taka þátt. Nemendur okkar hafa meðal annars unnið skartgripi úr íslenskum efnivið, ull, roði, skeljum og beinum. Sýning í tengslum við verkefnið verður sett upp í Átthagastofunni nú í vikunni og mun hanga upp í sumar. Skólarnir sem taka þátt í verk efninu auk okkar eru frá Ung verjalandi, Póllandi, Tyrk­ landi, Ítalíu og Portúgal. Fundir verða haldnir í öllum þátt töku­ löndunum og styrkir Comen­ íusar sjóðurinn 24 far miða vegna fundanna. 7 starfsmenn GSNB taka þátt í fundi í Portúgal vikuna 3.­9. júní n.k. Verkefnið heldur úti heimasíðu þar sem má meðal annars sjá myndir af verkum nemenda: www.wecanalsosucceed.com Grunnskóli Snæfellsbæjar er stýriskóli verkefnisins og mun lokafundur þess væntanlega verða hjá okkur vorið 2014. Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2013 Comeniusarverkefni Jæja þá er komið að því........ Tröllapúlið byrjar 3. júní til 4. júlí og verður mánudaga og miðvikudaga kl 17:00, þetta eru 10 tímar alls tvisvar í viku. Púkapúlið byrjar einnig 3. júní til 4. júlí og verður mánudaga og miðvikudaga kl 11:00 til 12:00, þetta eru 10 tímar alls og tvisvar í viku, púkapúlið er fyrir 5. 6. og 7. bekkinga. Skráning verður við mætingu þann 3. júní á svæðinu bakvið N1. Nú er bara að gíra sig upp í slaginn og mæta í skemmtilegt útiör. Upplýsingar í síma 899-3308/436-1402, kveðja Harpa Finnsd.

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.