Bæjarblaðið Jökull - 30.05.2013, Qupperneq 2
Undanfarna daga hefur verið
hér á ferðinni þýsk fjölskylda
sem tekur upp hina ýmsu
heimildarþætti fyrir sjónvarp og
selur sjónvarpsstöðvum til
sýninga í Þýskalandi. Þetta eru
þau Tom Mandi sem sér um
kvikmyndatökurnar og Astrid
Güldner er upptökustjórinn og
dóttir þeirra Lena sem ásamt
því að sjá um hljóðið hjálpar
þeim við það sem þarf. Komu
þau hingað í þeim tilgangi að
gera mynd um þýska lista mann
inn Peter Lang og einnig um
Veronicu Osterhammer. Hefur
sjónvarpsfólkið fylgt Veronicu
og fjölskyldu hennar eftir við
dagleg störf bæði á Brimils
völlum þar sem hún rekur Brim
hesta ásamt manni sínum
Gunnari Tryggvasyni og með
Kirkju kór Ólafsvíkur. Þótti þeim
t.d. mikið til hestamanna mess
unnar koma sem fram fór í
Brimils vallakirkju. Þessir þættir
verða svo að öllum líkindum
sýndir í þýska ríkissjónvarpinu í
sumar. Það er ekki á hverjum
degi sem Snæfellsnesið fær
svona glæsilega landkynningu
sem þættir af þessu tagi eru. En
þau Tom Mandi og Astrid Güld
ner eru mjög virt í heimalandi
sínu.
þa
Á dögunum kom flutninga
skipið Svanur með rör í nýju
þrýstipípuna fyrir Rjúkanda
virkjun. Fram undan eru fram
kvæmdir þar sem skipt verður
um þessa 1450 metra löngu
pípu. Við uppskipunina var
notaður kranabíll frá Þorgeiri
ehf. Til baka tók skipið á annað
hundrað tonn af úrgangssalti
frá Fiskverkuninni Valafelli.
þa
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og
dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og
Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 1.100
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf.
Sandholt 22a, Ólafsvík
355 Snæfellsbæ
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
Tóku upp sjónvarpsefni
Rörum skipað
á land
Til sölu
Brautarholt 3, Ólafsvík
175,1 fm. einbýlishús á tveimur hæðum byggt
árið 1958 ásamt 56 fm. bílskúr byggðum árið
1975. Efri hæð skiptist í forstofu, hol, eldhús, tvö
svefnherbergi, baðherbergi og tvær samliggjandi
stofur Neðri hæð skiptist í forstofu, gang, þrjú
svefnherbergi, baðherbergi, tvær geymslur og
þvottahús. Húsið hefur nánast allt verið endurnýjað bæði að utan og innan og
lýtur mjög vel út. Bílskúr hefur einnig verið endurnýjaður bæði að innan og
utan. Húsinu mætti auðveldlega skipta í tvær íbúðir.
Óskað er eftir tilboðum í húsið.
Grundargata 4, Grundarfirði
95 m2 neðri hæð í tvíbýlishúsi. Flísalögð forstofa
með fatahengi. Þar inn af er stórt sameiginlegt
þvottahús með stiga upp í efri íbúð. Stórt hol,
eldhús, borðkrókur og stofa voru lögð með
parketi 1998. Baðherbergi var gert upp 1999.
Stórt eldhús og borðkrókur, allt endurnýjað 1998,
falleg eldhúsinnrétting, gegnheil eik, mikið skápapláss. Parketlagt hjónaher-
bergi. Stórt herbergi með nýlegu parketi. Lítið barnaherbergi lagt nýlegu
parketi. Íbúðin var mikið uppgerð 1998 og 1999. Skipt var um þak 2004.
Auðveld yrtaka á ÍLS lánum. Greiðslubyrði lána 55 þús.
Upplýsingar í síma 893 3084 Guðlaugur eða Óttar