Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Husqvarna: Enduro-krónprinsinn? Heildarþynqd með eldsneyti 129 kg. 6 gíra og götuskráð. Verð 858.000 kr. stgr. Fæst í Puk- inn.com lífi í ítölsku verksmiðjurnar með algerri endurskipulagningu og endurfjármögnun. Sigurganga Husqvarna er hafin að nýju og fengu íslendingar sýnishorn af því þegar Anders Eriksson og Tony Marshall sigruðu stóru 6 tíma þolkeppnina sem fram fór á Klaustri í maí sl. Husqvarna TE er öðruvísi hjól, það fer ekki framhjá neinum sem virðir það fyrir sér. Sumum fannst það ljótt, öðrum fannst hið gagnstæða. Sætishæðin er sú mesta í þessum flokki, gott fyrir hávaxna ökumenn en virtist þó ekki pirra þá sem lágvaxnari eru. Mótorinn er hrein og klár snilld. Aflkúrfan er breið og nóg af hestum allstaðar. Rétt að- eins þarf að snerta gjöfina og Húskinn urrar á þig. Gírkassinn er ágætur, en virkar þó lítið eitt þröngur og mætti bjóða upp á meiri hámarkshraða. Stjórntæki og útbúnaður allur virkar líka með ágætum og frágangurinn hefur tekið stórkostlegum fram- förum frá því sem áður var er múrboltar og hosuklemmur (næstum því) héldu hjólinu saman. Stjómtæki hjólsins eru meira og minna fyrsta flokks. Fjöðrunin var mjög góð; bæði fram- og afturendi leystu öll sín verk með sóma. Reyndar var þetta það hjól sem virkaði hvað best og jafnast á ólíkum hraða- sviðum og við ólík skilyrði; lipurt eins og köttur í þröngum aksturslínum og liggur eins og járnbrautarlest yfir þvotta- brettin í 6. gír. Þessi upplifun var svo allstaðar studd af öfl- ugum mótornum. Stærsti gallinn við Húskann eru ótrúlegar eyðslutölur, en eftir að öll hjólin höfðu verið mæld kom í ljós að „Kvörnin" virtist eyða nær 30% meira en hin hjólin - nokk- uð sem setur strik í reikninginn í löngum hálendisferðum. Þjónustu við Husqvarna-hjól hefur löngum verið ábótavant en ekki er annað að sjá en að nýir umboðsaðilar taki hlutverk sitt mjög alvarlega og ætli sér stóra hluti. Husqvarna er það hjól sem fæstir áttu von á að gerði góða hluti en reyndist að sama skapi það hjól sem kom hvað flestum á óvart. Við spáum því að saumavélabrandararnir heyri sögunni til áður en langt um líð- ur. KTM 450 EXC Hvað er hægt að segja um kónginn annað en að hann er kóngur? Undanfarin ár hefur KTM tekið enduro-markaðinn með trompi og ekki að ástæðulausu. Flestum fannst KTM- hjólið það fallegasta í hópnum. Hjólið er mjög gi'annt og virkar á ökumanninn frekar eins og 250cc hjól, meira að segja eftir að mótorinn er kominn í gang. Hann gengur silkimjúkt og er ein- staklega lágvær. Asetan er þægileg, bæði sitjandi og stand- andi og greinilegt að KTM hefur unnið heimavinnu sína með eindæmum vel hvað þetta varðar. Frágangurinn er einnig sá besti af evrópsku hjólunum. Mótorinn er vel heppnaður, en ekki verður sagt að mikið afl sé til staðar. Það sem er mik- ilvægara er að því er vel dreift yfir vinnslusviðið og dugar vel til að klára allt það sem ber að höndum. Gírkassinn er afar vel heppnaður, skiptir hrekklaust milli gíra og hjólið hefur mun stærra hraðasvið en hin enduro-hjóiin eins og kom berlega í ljós þegar spymt var á kvartmílubrautinni. KTM-hjólið var ekki sneggst af stað, hékk í miðjum hópnum til að byrja með, en sigldi svo örugglega fram úr þegar hin hjólin voru búin með gírana og sátu eftir í hvínandi botni. Frá- bær stjórntæki (bensíngjöf, Magura-kúpling, bremsa o.þ.h.) ýta enn frekar undir gleðina. Afturendinn (PDS) reyndist vel KTM: Enduro-kóngurinn. Heildarþyngd með eldsneyti 126 kg. 6 gíra og götuskráð. Verð 939.900 kr. stgr. Fæst hjá versluninni KTM/MOTO. en hópurinn lenti í töluverðum vandræðum með framendann sem var í heildina óstöðugur og dró nokkuð úr akstursgleðinni. Lengi hefur staðið til að lækna þennan KTM-sjúkdóm en 2005 virðist ekki árið sem það gerist. í heildina skilar KTM nær skotheldum pakka. Ekki skrítið að næstum annar hver maður sé á appelsínugulu hjóli. TM 450Fes TM er fallegt handsmíðað hjól og hlaðið rándýrum búnaði. En það er algert villidýr. Hjólið sem við prófuðum féll ekki beint í góðan jarðveg hjá hópnum. Hvers vegna? Þó þetta til- tekna eintak teljist enduro-hjól og fái götuskráningu á það TM: Eitt orð; tryllitæki. Heildarþyngd með eldsneyti 127 kg. 5 gíra og götuskráð. Verð 970.000 kr. Fæst í verslun JHM Sport. miklu meira sameiginlegt með „motocross“-hjóli. Gott í „moto- cross“? Já. Gott í Enduro? Nei. Fyrir utan lítillega breytta grind og 18 tommu afturfelgu er þetta sama hjól og „moto- eross“-útgáfan af TM 450. A „motoeross“-brautinni skaraði hjólið auðvitað fram úr, en flestir, jafnvel reyndustu ökumenn, áttu í erfiðleikum með það í enduro-akstrinum þar sem það reyndist of kvikt, gróft og orkufrekt viðureignar. Það er vafa- samt að nota þetta tiltekna hjól í samanburði við hin enduro- hjólin í þeim tilgangi að mjmda sér skoðun á TM-línunni. Til- fellið er nefnilega að TM býður upp á önnur og mun enduro- vænni hjól og það þekkjum við af iyrri reynslu. WR 450 Gamli trukkurinn kemur enn sterkur inn. Undanfarin ár hafa Yamaha-hjólin verið með hvað hæstu sölutölurnar í heim- inum öllum og ófá WR-hjól lúra inni í bílskúrum landans. Les- endur Dagbókarinnar ættu að kannast við gripinn þar sem við vorum með slíkt hjól í reynsluakstri sl. ár. Mótorinn í WR-inu hefur löngum þótt sterkur en grófur. Það er eins og blöndung- WR: Gamli rumurinn enn sterkur. Heildarþyngd 129 kg. 5 gíra og torfæruskráð. Verð 897.000 kr. stgr. fyrir torfæruskráð hjói og 977.000 kr. götuskráð. Gripurinn fæst hjá Yamaha-umboðinu. urinn hafi ekki fyllilega við að fóðra orkubúntið og því er WR alveg á hinum enda mælistikunnar borið saman við silkimjúka vinnsluna í GasGas-mótornum. Jamminn hefur nóg afl og best er vinnslan á miðju og hæsta vinnslusviði, en hjólið á mjög auðvelt með að snúa dagfarsprúðum mönnum upp í svæsna hraðafíkla. Utblástursrörið hefur verið endurbætt og svei mér þá ef Jamminn er ekki bara með aðeins minni læti en í fyrra. Gírkassinn virkar vel, en sjötta gírsins var saknað þar sem nýja hjólið hefur aðeins fimm. Frágangur og stjórntæki eru fín fyrir utan kúplinguna sem fær falleinkunn fyrir að vera of stíf. Fjöðrunin féll í góðan jarðveg, sérstaklega hjá þeim sem hvað mesta keppnisreynslu hafa og aka greitt. Framfjöðrunin var sérstaklega góð og örugg. Hjólið var mjög stöðugt og gott á mikilli ferð, en tók fullvíðar aksturslínur gegnum þröngar beygjur. Útlitslega séð er hjólið lítið eitt gamaldags og bláa plastið lætur á sjá of fljótt. I hnotskurn er WR stórt og mikið hjól, svolítill tuddi í sér, en þrælvirkar og hefur reynst afar traustur vélfákur. Ekki skemmir fyrir að nú er hægt að kaupa götuskráð WR450. Þegar öllu er á botninn hvolft Að velja á milli þessara hjóla er næstum eins erfitt og að velja á milli bamanna sinna. Jæja, kannski ekki alveg svo dramatískt en engu að síður hvorki einfalt né sársaukalaust - svo jöfn voru þau. Eftir daglangan barning settist hópurinn niður og bar saman bækur sínar. Hver og einn hafði sína per- sónulegu skoðun (sem betur fer) en áherslan var lögð á að finna enduro-hjól sem uppfyllti kröfur fjöldans. Eitthvað sem hentaði sem breiðustum hópi ökumanna, bæði byrjendum og þeim sem eni lengra komnir. Eftir atkvæðagreiðslu hópsins stóð eitt hjól eftir. Það hjól er vel útbúið og hefur góða alhliða aksturseiginleika. Hjólið hefur mótor sem nær því að vera ein- staklega notendavænn, án þess að glata spennunni fyrir hrað- skreiðari ökumenn. Og þrátt fyrir að vera bensínhákur hlaut þetta hjól mikinn meirihluta atkvæða hópsins sem besta end- uro-hjólið í ár. Þetta hjól var Husqvarna TE 450.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.