Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 12
12 C FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Morqunblaðið/Eyþór Steinunn Valdís Óskarsdóttir borqarstjóri tók við iyklum nýja metan- sorpbílsins og setti í gang. Tíu bilar sjá um sorphirðu fyrir Reykvíkinga og er einn þeirra nú knúinn metani sem framleitt er í Álfsnesi. Fyrsti metanbíllinn í sorphirðuna METANKNÚINN sorpbíll er nú kominn í þjónustu Reykjavíkur- borgar en Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri tók við lykl- unum í vikunni. Bíllinn er af qerðinni Mercedes-Benz og segir Guðmundur B. Friðriksson, skrif- stofustjóri neyslu- og úrgangs- mála hjá borginni, að með þessum bíl sé tekin sú stefna að sorpbíla- flotinn verði smám saman knúinn metani. Bíllinn er fluttur inn af Öskju ehf., sem hefur umboð fyrir bífa frá DaimlerChrysler, framleiðanda Mercedes-Benz-bíla. Vélamiðstöð ehf. kaupir bílinn og leigir hann um- hverfissviði Reykjavíkurborgar. Verðið er kringum 17,5 milljónir króna og segir Hersir Oddsson, framkvæmdastjóri Vélamið- stöðvar, að það sé um 3,5 millj- ónum hærra en verðið á hefð- bundnum dísilknúnum bíl. Bíllinn er 18 tonna og með 280 hestafla vél. Hann er á loftfjaðrandi öxlum og búinn myndavél að aftan sem eyk- ur öryggi við vinnu við bflinn og Hersir segir sérstaklega hafa verið til þess tekið hversu gott útsýni sé úrsæti ökumanns. í fréttatilkynningu frá um- hverfissviði borgarinnar, Vélamið- stöð og Öskju segir að sorpbílar sem gangi fyrir metani valdi um 80% minni sótmengun en hefð- bundnir dísilbílar og að útblástur á köfnunarefnisoxíðum sé um 60% minni. Þá segir að vél knúin metani sé hljóðlátari en dísilvél. Metanið er framleitt úr sorpi borgarbúa í Álfsnesi og má í raun seqja að bíllinn sé sjálfbær þar sem hann flytji úrgang sem síðar verði að eldsneyti sem hann gengur fyr- ir. Áfyiling fer fram á stöð Olíufé- lagsins við Bíldshöfða. Tíu sorpbílar sinna sorphirðu á vegum borgarinnar og eru 4-6 menn í vinnuflokki meö hverjum bíl. Nýi bíllinn tekur þó aðeins þrjá menn auk bflstjóra. Tugir bíla og atvinnutækja á Samgönguminjasafni Skagafjarðar Á útisvæði safnsins eru heyvinnuvélar, rútur og vörubílar og nokkrir bílar sem bíða laqfæringar. Mikil saga varðveitt í bílum og tækjum Gunnar Þórðarson hefur komið upp myndarlegu safni fólksbíla, vörubíla og tækja í rúmgóðum sýningarsal á Stóragerði í Skagafirði. Tugir bíla af margs konar gerðum ásamt nokkrum dráttarvélum og ýmsum öðrum landbúnaðartækj- um eru sýnd á Samgöngu- minjasafni Skagafjarðar sem Gunn- ar Þórðarson hefur komið upp af miklum krafti. Safnið er til húsa að bænum Stóragerði, skammt sunnan Hofsóss og ekki langt norðan við Hóla. Hann á sjálfur flesta bflana en faðir hans nokkra og er aldur þeirra, þ.e. bflanna, allt frá fáum áratugum upp í nánast forngripi. Gunnar kveðst lengi hafa haft áhuga á bílum, ekki síst gömlum og hefur hann á síðustu árum safnað að sér bílum í mjög svo misjöfnu ásig- komulagi. I flestum tilvikum hefur hann keypt en svo hefur honum áskotnast einstaka bfll. Safnið er í rúmgóðri skemmu þar sem vel yfir 20 bflar komast fyrir. Nokkrir bíða lagfæringar Þegar Gunnar var heimsóttur á dögunum, skömmu eftir opnun 17. júní, var hann ekki búinn að koma öllum bílunum fyrir sem hann hyggst sýna innan dyra. A útisvæði eru síðan allmargir aðrir bflar, m.a. mjólkurbfll, nokkrir vörubílar sem hann ætlar að lag- færa svolítið án þess að gera þá upp frá grunni, jeppar og fólksbflar. Er nokkuð augljóst að hann verð- ur ekki beint verkefnalaus næstu árin ef gera á þennan flota allan upp. Bílana hefur hann fengið víðs vegar af landinu, marga frá Norður- landi en nokkra austan af landi og víðar. „Það er misjafnlega mikil vinna í að gera upp þessa bfla og stundum þarf ég að verða mér úti um tvö til þrjú hræ til að eiga nóg til að gera upp einn bfl,“ segir Gunnar en hann fæst mest við verkið að vetrinum en einnig mikið um helgar allt árið. Bílana drífur að Gunnari hraðar en hann fái gert þá upp og lagfært áður en þeir fá að fara inn í safn. Þessi Willys kom fyrst til landsins á leyfi til bónda en eigandi hans nú er Þórður Eyjólfsson, faðir Gunnars. BÍLLINN OO0O • • GULALINAN AJES-VARAHLUTIR ehf. Varahlutir fyrlr-^ Evrópu- og Asíubíla Varahlutir - betri vara - betra verð Ibílasprautun og RÉTTINGAR] AUÐUNS M - Bíldshöfða 18, 110 RVK* Sr 567 6020 • Opið: 8-18 ab@abvarahlutir.is • www.abvarahlutir.is-” - ^ TOYOTA-fefónus ta e Gæðavottað verkstæði af Bílgreinasambandinu BlLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR j/t Hurðir /'j* Eldvarnar- til á lager -* | L hurðir ^^J^GLOFAXI chf. örV99hi- e Bílaleigubfll á meðan viðgerð stendur .,, . e Fullkomin réttingarbekkur og mælitæki i :j j ;JÉtíF k Réttum og málum allar tegundir bíla 1)A 1/ O'í'ís\i) \Jjí J'íJ-É1) J Nýbýlavegi 10 • Kópavogi • Sími 554 2510 www.bilasprautun.is • bilasprautun@bilasprautun.is v #m ö •trimöavttifSfAm DRAGHÁLSI 8 110 RVK SÍMl 567 0690 GSM 891 7424 M , FAX 567 0691 Tjónaskoöun Bilaleiga tjon@tjon.is 'iros.'vo OAOMrtu ClTROÉN www.tjon.is ÓDÝR NOTUÐ OG NÝ einnig 16", 17” og 18" low-profil dekk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.