Sjálfsbjargarfréttir - 01.01.1985, Page 5

Sjálfsbjargarfréttir - 01.01.1985, Page 5
BRIDGENEFNDIN Bridge- áhugafólkið er þegar byrjað að spila á mánudagskvöldum kl. 19.30 i rauða salnum, Hátúni 12. Þó fyrsta keppni ársins sé hafin er alltaf hægt að taka nýtt fólk inn við upphaf hverrar keppni, i nasta sinn 4. mars en þá hefst tvimenningskeppni. Nefndin hefur fullan hug á að fá fleiri til að spila og einnig að halda námskeið i bridge ef áhugi er fyrir hendi. Látið skrifa ykkur niður hjá skrifstofunni og verður þá haft samband við ykkur áður en keppni- eða námskeiö hefst. BASARNEFNDIN 1 samvinnu viö Námsflokka Reykjavikur gengst nefndin fyrir tveimur námskeiðum i handavinnu á næstunni. Fyrra námskeiðið verður grunnnámskeið i prjóni, og tekur fjögur kvöld. Kennt verður á fimmtudagskvöldum kl. 20.00-22.40. Hámarksfjöldi þátttakenda eru 12 manns og þátttökugjald verður kr. 200.00 I kennslunni felst m.a. uppfit, munstur og lestur þeirra, taka mál og gera snið af/og byrja á peysu, frágangur. Þeir, sem hafa áhuqa á að taka þátt 1 þessu námskeiði þurfa að vera búnir að láta skrifstofu félagsins vita fyrir 4. febrúar n.k. í fyrsta tima þarf að hafa með sér garn og viðeigandi prjóna. Siðara námskeiðið hefst svo fljótlega eftir að hinu likur, en það er námskeið i föndri. Kennsla og efni verður fritt, en mælst er til að þátttakendur láti eitthvað af munum renna til basarsins, þá er það ekki skilyrði. Þeir, sem hafa hug á þessu námskeiði láti skrá sig fyrir miðjan febrúar, en simi skrifstofunnar er 17868. Góða skemmtun og árangur. 00000

x

Sjálfsbjargarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjargarfréttir
https://timarit.is/publication/1896

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.