Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Síða 5

Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Síða 5
Vel heppnuð útihátíð í Krika Brœðurnir Hannes og Örn grilluðu ofan í mannskapinn. Allir hjálpuðust að við að setja upp útitjaldið. Þetta tókst ljómandi vel og fólk skemmti sér konung- lega,“ segir Örn Sigurðsson, einn af skipuleggjendur útihátíðar Sjálfsbjargar, sem haldin var í Krika við Elliðavatn um síðustu verslun- armannahelgi. „Hátíðin var haldin í fyrsta sinn 2003 og tókst hún svo vel að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. Þrátt fyrir að mætingin hafi verið góð var hún sanit ekki eins góð og í fyrra, þar spilaði veðr- ið eflaust inn í. Það er auðvitað aldrei hægt að stóla á gott veður hér á Islandi. Við létum það hins vegar ekki stoppa okkur. Um 50 manns mættu allt í allt, sem verður að telj- ast gott. Á laugardeginum var grill- að og á sunnudeginum var boðið upp á vöfflur og kaffi.“ Örn segist ekki sjá betur en að úti- hátíðin sé komin til að vera. „Sjálfsbjargarfélagar, sem margir hverjir sækja ekki hinar hefðbundnu útihátíðir, eru ánægðir með að eiga þarna sína eigin útihátíð. Kriki er frábær staður. Ég tala nú ekki um þegar veðrið er gott. Kristín R. Magnúsdóttir á mikinn heiður skilinn fyrir að hafa haldið uppi Kátt á hjalla. Ragnar Gunnar Þórhallsson (l.t.li.) lék á gítarinn og gestir sungu með. MyndirlAsa Hildur. reglulegri opnun þar í allt sumar. Það er um að gera að gefa fólki tækifæri til að koma þar saman og eiga ánægjulegar stundir. Þarna mætti fólk á öllum aldri. Við hefð- um þó viljað sjá meira af unga fólk- inu, en það kemur. Dagskráin var óformleg og ekkert stress. Sumir mættii með veiðistöngina og sátu í rólegheitum niðri við vatnið. Aðrir mættu með flugdreka og annað sem hægt var að leika sér með úti við. Hátíðin tókst semsagt vel í alla staði og allir voru ánægðir.“ -kmh. 5

x

Sjálfsbjargarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjargarfréttir
https://timarit.is/publication/1896

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.