Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Blaðsíða 11

Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Blaðsíða 11
Stofnun kvennahóps ÖBÍ: Undirbúningur í fullum gangi Við erum að vinna að undir- búningi og áætlum að stofna hópinn formlega næsta vor, segir Guðríður Olafsdóttir, félags- málafulltrúi Öryrkjabandalagsins, aðspurð um kvennahóp ÖBI. „I fyrstu átti að halda stofnfund nú í haust en það var talið of snemmt, vegna þess að enn átti eftir að vinna ýmsa undirbúningsvinnu. Við ákváðum því að fresta því fram á næsta vor. Við ætlum m.a. að nýta tímann í vetur til að fá betri kynn- ingu innan aðildarfélaganna, virkja konur sem þar eru, bjóða upp á sjálf- styrkingarnámskeið og ýmislegt fleira. Það eru fjölmörg mál sem tengjast þessum málaflokki sem við erum að vinna í, einnig erum við að sanka að okkur ýmsu efni.“ Guðríður, sem er ein af talsmönn- um kvennahópsins, segir stofnun kvennahóps hafa fengið góð við- brögð. „Við höfum þegar haldið nokkra fundi og viðbrögðin hafa verið góð. Um sextíu konur eru komnar á skrá hjá okkur sem hafa mikinn áhuga á að taka þátt í þessu starfi. Öryrkjabandalagið átti frum- kvæðið að stofnun kvennahóps. Þar á bæ hefur orðið vart við að konur kvarti undan þeirri meðhöndlun sem þær fá, s.s. innan heilbrigðiskerfis- ins og víðar. Konur, sem eru fatlað- ar á einhvern hátt, verða fyrir mikl- um fordómum jafnt og aðrar konur, en það er kannski ennþá verra hjá þeim vegna fötlunarinnar. Ein kona sagði okkur t.d. frá því að einn lækn- ir hafi sagt við sig að hún þyrfti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af sín- um málum. Hún liti svo vel út að hún gæti bara farið og náð sér í mann! Þetta á víst að vera grín en konur taka svona hluti nærri sér. Eitt af þeim málum sem við erum að kanna er aðgengi fatlaðra kvenna á heilbrigðisstofnunum og víðar. varðandi þessi málefni, en það hef- ur aldrei verið neitt gert til að styðja konur til að stofna slík samtök hér á landi. í raun hefði fyrir löngu átt að vera búið að því, vegna þess að þörfin er afar brýn. Við þurfum hins vegar að kynna þetta betur og fá konur til að tjá sig. Það getur tekið langan tíma fyrir þær að opna sig, vegna þess að oft er um afar per- sónuleg mál að ræða. Margar konur líta á þessi mál sem mikið feimnis- mál og margar hverjar hafa orðið fyrir niðurlægingu sem þær eru e.t.v. ekki tilbúnar að ræða um. Oft er verra fyrir viðkomandi konur að „Margar konur líta á þessi mál sem mikið feimnismál og margar hverjar hafa orðið fyrir niðurlægingu sem þær eru e.t.v. ekki tilbúnar að ræða um." Hver er t.d. staðan ef fötluð kona, sem beitt hefur verið ofbeldi, leitar til Neyðarmóttöku eða til Kvenna- athvarfsins? í Kvennaathvarfinu er ekki gert ráð fyrir konu í hjólastól svo dæmi sé tekið. Margar fatlaðar konur sem hafa eignast börn hafa t.d. átt í erfiðleikum með að komast í sturtu eftir barnsburð, en reyndar er búið að laga það víða núna. Ann- að málefni tengist þeirri miklu feg- urðardýrkun, sem ríkir í þjóðfélag- inu gagnvart konurn. Margar fatl- aðar konur telja sig ekki falla inn í þann ramma. Þetta gerir það að verkum að þeim líður illa með lík- ama sinn og þora jafnvel ekki að fara í sund. Þetta eru aðeins nokk- ur dæmi af þeim fjölmörgu málum sem við munum taka á og ræða.“ Mikið feimnismál Guðríður segir að víða erlendis séu starfræktir svona kvennahópar. „Konur frá íslandi hafa sótt fundi verða fyrir niðurlægingu, vegna þess að sjálfstraustið hjá þeim er kannski ekki upp á marga fiska.“ Að sögn Guðríðar verður boðið upp á fyrirlestra í vetur í tengslum við kvennahópinn. „Við ætlum að byrja á að fá Kolbrúnu Dögg Krist- jánsdóttur, varaformann Sjálfsbjarg- ar lsf., til að ræða ýmis mál út frá sinni fötlun. Rannveig Traustadótt- ir mun fjalla um fötlunarfræði og rannsóknir tengdar þeirri grein. Þá ætlar Sigríður Lillý Baldvinsdóttir, starfsmaður Tryggingastofnunar ríkisins, að ræða um örorku kvenna, þróun, nýgengni og streitusjúk- dóma. Við munum auglýsa þessa fundi þegar þar að kemur og reyna að ná til sem flestra kvenna.“ Þær konur sem vilja fá nánari upplýsingar um Kvennahóp ÖBI er bent á að hafa samband við Guðríði Ólafsdóttur eða Báru Snæfeld hjá ÖBÍ í síma 530-6700. -kmh. 11

x

Sjálfsbjargarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjargarfréttir
https://timarit.is/publication/1896

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.