Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Qupperneq 8
þetta svo hræðileg tala. Á íslandi er
talað um 75% örorku eða minna.
Það var auðvelt að ganga frá öllurn
pappírum í þjóðskrá þegar við flutt-
umst til Noregs, en hins vegar komst
ég aldrei á skrá þar sem öryrki. Ég
vildi vera inni í kerfinu, m.a. til að
fá ýmsan afslátt sem öryrkjum stóð
til boða, sem og stuðning við at-
vinnuleit, en það tókst aldrei. Kerfið
þeirra er ólíkt kerfinu hér heima og
á endanum gafst ég upp.“
Guðbjörg segist hafa heyrt marga
Islendinga tala um hversu hár ör-
orkulífeyrir sé í Noregi og hvort þeir
ættu ekki bara að flytja þangað.
Málið sé hins vegar ekki svo einfalt.
„Fólk áttar sig ekkert á því að það
heldur sínum íslenska örorkulífeyri
þrátt fyrir að það flytji á milli landa.
Breytingin var gerð eftir að EES,
evrópska efnahagssvæðið, kom á.
Áður fyrr fengu íbúar sem fluttu frá
einu norrænu landi til annars lífeyri
frá því landi þar sem það hafði búið
í að mig minnir fjögur ár. Eftir að ég
flutti aftur til Islands fékk ég reynd-
ar þær upplýsingar hjá Trygginga-
stofnun að eftir þriggja ára dvöl í
Noregi átti ég rétt á að fá greiddan
mismuninn af lífeyrinum frá íslandi
og Noregi, þ.e. frá kerfinu í Noregi.“
Að sögn Guðbjargar eru greiðslur
í lífeyrissjóð í Noregi hluti af skatt-
greiðslum. „Þar er einn miðlægur
lífeyrissjóður og hann er hjá ríkinu.
Tekjuskattsstofn hvers og eins segja
því til um hvað viðkomandi er búinn
að safna miklu í lífeyrissjóð og hve
háar ellilífeyrisgreiðslumar verða.
Svipað gildir um örorkulífeyrinn.
Sá sem hefur haft há laun til skatts
og verður öryrki fær töluvert hærri
örorkulífeyrisgreiðslur úr þessum
sama sjóði og sá sem hefur aldrei
getað unnið neitt. Greiðslurnar geta
þá numið allt að 180 þúsund krónum
Að sögn Guðbjargar er erfitt að segja
til um hvort maður er betur staddur í
einu landifrekar en öðru, það sé svo
margt sem þurfi að taka með í
reikninginn. „Persónulega finnst mér
það koma mjög svipað út að búa á Is-
landi og í Noregi.“ Mynd/kmh.
á mánuði. íslendingar reka margir
hverjir upp stór augu við þessar upp-
hæðir og hugsa sér gott til glóðar-
innar. Þeir gera sér hins vegar ekki
grein fyrir því að einungis þeir sem
hafa haft háar tekjur áður en þeir
verða öryrkjar fá þessar greiðslur. Á
Islandi er aldrei talað um hvað fólk
fær úr sínum eigin lífeyrissjóðum.
Fólk hér er með lágmarkstryggingu
hjá Tryggingastofnun ríkisins, síðan
er um að ræða viðbót ef viðkomandi
hefur unnið sér inn einhver réttindi
annars staðar. Aftur á móti eru það
ekki opinberar tölur eins og greiðs-
lur frá TR, þannig að ekki er allt sem
sýnist.
Annað, sem margir athuga ekki,
þegar verið er að bera saman örorku-
lífeyri í löndum, er að það er mis-
munandi dýrt að framfleyta sér.
Laun í Noregi eru hærri en á íslandi,
en Noregur er aftur á móti frekar
dýrt land að búa í og er t.d. húsaleiga
í stóru borgunum mjög há. I raun er
því erfitt að segja til um hvort mað-
ur er betur staddur í einu landi frek-
ar en öðru, það er svo margt sem
þarf að taka með í reikninginn. Per-
sónulega finnst mér það koma mjög
svipað út að búa á íslandi og í Nor-
egi.“
Alsæl á íslandi
Guðbjörg og fjölskylda hennar
fluttu til íslands um jólin 2002. „Við
komum hingað í sumarfrí það ár og
það var sko ekki á dagskrá að flytja
frá Noregi. Mánuði síðar gerðist
það að sonur okkar fékk heiftarleg
ofnæmisviðbrögð við moskítóbiti í
Noregi. Hann var í lífshættu og
þurfti í kjölfarið að vera með
adrenalínsprautu á sér og taka inn
ofnæmistöflur til öryggis. Við þurft-
um að hafa net fyrir öllum gluggum
og reyna að forðast moskítóflugur.
Við hjónin tókum þá ákvörðun að
það væri fjölskyldunni fyrir bestu að
flytja til Islands þar sem ekki eru
moskítóflugur. Við fluttum heim
um jólin og bjuggum í kjallaranum
hjá foreldrum mínum til að byrja
með. Maðurinn minn var atvinnu-
laus í heilt ár og það var nokkuð
erfitt tímabil. Þó gat Dirk nýtt þenn-
an tíma til að læra íslensku. Hann
„Mér þykir einnig sárt að heyra þegar verið er að tala um
samdrátt og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Auðvitað þarf
að hafa hemil á kostnaðinum, en því má ekki gleyma að
/
Islendingar borga tiltölulega mikið í sjúkratryggingar í
gegnum skattkerfið."
„Islendingar reka margir hverjir upp stór augu við
þessar upphæðir og hugsa sér gott til glóðarinnar. Þeir
gera sér hins vegar ekki grein fyrir því að einungis þeir
sem hafa haft háar tekjur áður en þeir verða öryrkjar fá
þessar greiðslur."
8