Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Qupperneq 12

Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2004, Qupperneq 12
„Viljum vera skapandi og gera hlutina sjálf ‘ -segir Fannar Örn Karlsson, einn þátttakenda í Götuhernaðinum. Götuhernaðurinn samankomin fyrir utan Sjálfsbjargarhúsið. Hópurinn samanstendur afungu hœfileikaríku fólki á aldrinum 17-21 árs. Fannar Orn Karlsson er fimmti frá hœgri í aftari röðinni. etta var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Fannar Örn Karlsson, einn þeirra sem starfaði með Götuhernaðinum síðastliðið sumar. „Þetta var skemmtileg- ur og líflegur hópur og mikið fjör. Margir höfðu á orði að það hafi færst mikið líf í Sjálfsbjargarhúsið þeg- ar við vorum þar við störf, jafnvel fullmikið á köflum.“ Götuhernaðurinn, sem samanstend- ur af ungu hreyfihömluðu fólki á aldrinum 17-21 árs, er hluti af skap- andi sumarstarfi sem Hitt húsið og Reykjavíkurborg stóðu fyrir. Verk- efninu er ætlað að taka á markviss- an, áberandi og skemnrtilegan hátt á aðgengismálum fatlaðra í miðborg- inni; benda á auðveldar lausnir á vandamálum og ryðja „stórum“ hindrunum úr vegi á einfaldan og ódýran hátt. Hópurinn leitaðist einn- ig við að koma af stað jákvæðri um- ræðu í þjóðfélaginu um aðgengis- mál frekar en að kvarta og kveina, að finna lausnir frekar en vandamál. „Þetta er annað árið sem verkefnið er í gangi og ég veit ekki betur en að það verði framhald þar á, alla vega vona ég að svo verði,“ segir Fannar Örn. „I fyrra gáfum við út blað, sem við nefndum Lifur, og gefið var út með Klifri, fréttablaði Sjálfs- bjargar lsf. Þerna blaðsins var að- gengismál hreyfihamlaða. Síðast- liðið sumar lögðum við hins vegar meiri áherslu á að framkvæma þær hugmyndir sem við fengum við gerð blaðsins. Við réðum að mestu sjálf ferðinni, sem gerði verkefnið mun skemmtilegra.“ Tónleikar, heimildarmynd o.m.fl. A meðal þess helsta sem við gerðum var að standa fyrir knattspyrnuleik, ljósmyndasýningu, tónleikahaldi og sundlaugarpartýi. Þá tókum við upp tónlistarmyndband með nokkrum úr hópnum. Myndbandið er ennþá í vinnslu og verður vonandi spilað á helstu ljósvakamiðlum. Einnig gerð- um við heimildarmynd um aðgeng- 12

x

Sjálfsbjargarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjargarfréttir
https://timarit.is/publication/1896

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.