Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 13.12.2018, Síða 2

Bæjarblaðið Jökull - 13.12.2018, Síða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 1.100 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Þó veðrið hafi ekki leikið við íbúa Snæfellsbæjar það sem af er vetri hefur snjórinn látið bíða eftir sér og ekki stoppað lengi við í þau fáu skipti sem hann hefur komið. Fyrstu dagana í desember snjóaði þó dálítið og biðu börnin ekki boðanna og drifu sig út að leika. Ljósmyndari hitti þessi hressu börn sem voru búin að hafa mikið fyrir því að búa til þessa líka fínu snjókarla. Það hafði nefnilega ekki snjóað það mikið að auðvelt væri að búa til snjókarla og þurfu þau að fara yfir dálítið stórt svæði til að geta gert kúlurnar nógu stórar. þa Loksins snjór í snjókarlagerð janúar til apríl 2019. Húsið er með 2 svefnherbergjum og setustofu á efri hæð og 1 svefnherbergi, stofu, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi á neðri hæðinni. Góður garður með palli og heitum potti. Allar nánari upplýsingar gefur Hartmann í síma 897 1675 eða Martha í 897 7420. Fallegt einbýlishús til leigu í 4 mán. Jólakveðjur Við erum að taka á móti jólakveðjum í jólablað Jökuls. Vinsamlegast hafið samband fyrir föstudag 14. desember steinprent@simnet.is og 436 1617 Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Nesþinga. Verður haldið í Röst Hellissandi 23. desember kl. 17:00. Miðar verða seldir við innganginn frá kl. 15:30 Fjöldi veglegra vinninga Aðeins dregið úr seldum miðum. Ath. erum ekki með posa. Miðaverð 300kr. Miðar verða seldir í Blómsturvöllum og Hraðbúð N1 Hellissandi. Dagskráin í Pakkhúsinu er fjölbreytt þessa dagana þegar jólin nálgast. Jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og koma þeir við í Pakkhúsinu kl. 17 og spjalla við börn sem vilja eiga við þá samskipti. Tónlistin á líka sitt pláss og mun t.d. Tónlistarskólinn koma í Pakkhúsið laugardaginn 15. desember og flytja tónlist, á mánudag 17. desember mun svo nýstofnað tríó flytja jólalög kl. 17.30, tríóið skipa þau Sveinn Þór Elinbergsson á ásláttarhljóðfæri, Evgeny Makeev á bassa og saxofón og Valentina Kay á píanó, að auki mun bæjarstjórn Snæfellsbæjar taka lagið. jó Tríó og bæjarstjórn flytja jólalög

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.