Bæjarblaðið Jökull - 13.12.2018, Blaðsíða 7
Gjaldskrár fasteignagjalda í Snæfellsbæ 2019
Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati húsa og lóða í Snæfellsbæ, sem tekur meðal annars mið af stærð
þeirra, notkun og lóðarhlutastærð. Álagningarstofninn er fenginn frá Þjóðskrá Íslands 31. desember ár
hvert auk þess sem fasteignaskattur leggst á nýjar lóðir og ný mannvirki í hlutfalli við ársálagningu frá
næstu mánaðarmótum eftir að þau eru skráð og metin í Fasteignaskrá. Fasteignaskattur fellur niður næstu
mánaðamót eftir að mannvirki er afskráð í Þjóðskrá Íslands. Byggingarfulltrúi sendir Þjóðskrá Íslands
upplýsingar og gögn um nýbyggingar, viðbyggingar, eldri byggingar sem er breytt, hús sem eru rifin og aðrar
viðeigandi upplýsingar. Eigendaskráning húsa og lóða er í höndum Sýslumannsins á Vesturlandi og er hún í
samræmi við þinglýst skjöl/gögn. Allar þessar upplýsingar eru notaðar við álagningu fasteignagjalda,
leiðréttingar, reikningagerð og innheimtu sem fer fram hjá Snæfellsbæ
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur
Fasteignaskattur A-flokkur 0,44% af fasteignamati
Lóðarleiga A-flokkur 1,80% af lóðarmati
Vatnsgjald A-flokkur 0,33% af fasteignamati
Fráveitugjald A-flokkur 0,16% af fasteignamati
Sorphirðu- og sorpeyðingargjald á íbúðir 36.500.- á tunnu
Sorpeyðingar- og gámagjald á sumarhús 14.000.- á tunnu
Fasteignagjöld á annað húsnæði: B- og C-skattflokkur
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32% af fasteignamati
Fasteignaskattur C-flokkur 1,55% af fasteignamati
Lóðarleiga B- og C-flokkur 2,50% af lóðarmati
Vatnsgjald B- og C-flokkur 0,45% af fasteignamati
Fráveitugjald B- og C-flokkur 0,20% af fasteignamati
Í A-flokki eru íbúðir, íbúðarhús, sumarhús, útihús og mannvirki á bújörðum tengd landbúnaði.
Í B-flokki eru opinberar byggingar. Í C-flokki eru allar aðrar byggingar.
Veittur er afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega sem búa í eigin íbúð. Miðast
afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs og er hámarksafsláttur kr. 100.000.-
100% lækkun
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 3.500.000 krónur
Hjón með heildarárstekjur allt að 5.400.000 krónur
75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.500.001 - 4.200.000 krónur
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 5.400.001 - 5.700.000 krónur
50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 4.200.001 - 4.550.000 krónur
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 5.700.001 - 6.250.000 krónur
25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 4.550.001 - 4.850.000 krónur
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 6.250.001 - 6.600.000 krónur
Við álagningu fasteignagjalda er afslátturinn reiknaður út frá álagningu 2018 vegna skatttekna ársins 2017, þ.e.
samtalan af stofni til útreiknings tekjuskatts og útsvars (reitur 2.7) og fjármagnstekjum samtals(reitur 3.10.)
Gjalddagar fasteignagjalda eru 8: 1. febrúar og síðan 1. hvers mánaðar (mars september)
Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt fyrir eindaga.
Veittur er 3% staðgreiðsluafsláttur ef gjöldin eru greidd í heild sinni fyrir 15. mars 2019.
Hægt er að ganga frá staðgreiðslu með því að draga 3% frá heildarálagningu gjaldanna og leggja inn á
banka: 0190-26-4240, kt.: 510694-2449.