Bæjarblaðið Jökull - 31.01.2019, Blaðsíða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og
dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og
Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 1.100
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf.
Sandholt 22a, Ólafsvík
355 Snæfellsbæ
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
TIL SÖLU
Til sölu er hlutafélagið Hjallasandur hf.
Eignir félagsins er báturinn Bára SH-27
skipaskrárnúmer 2274 ásamt veiðiheimildum.
Allar aahlutdeildir og allt aamark sem nú er á bátnum
fylgir með í kaupunum, sjá nánar á skistofa.is
Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda beiðni
á netfangið sirry270@simnet.is
Tilboðum skal skilað á netfangið sirry270@simnet.is
fyrir kl. 16.00 þann 8. febrúar 2019
Eins og flestum er kunnugt
eiga prentmiðlar í vök að verjast
gagnvart netmiðlum og um
síðustu áramót fækkaði bæjar
blöðum á Vesturlandi um eitt
þegar Stykkishólmspósturinn
hætti að koma út. Blöð sem koma
út vikulega á Vesturlandi eru
því aðeins Jökull, Skessuhorn
og Íbúinn, sem gefinn er út í
Borgar nesi auk þess sem Dag
skránni er dreift um Vesturland
og Mos fellsbæ.
Síhækkandi dreifingar og fram
leiðslukostnaður með samdrætti
í auglýsingatekjum gerir það að
verkum að prentmiðlum eins og
bæjar og héraðsblöðum fækkar.
Það skal tekið fram að engin
áform eru uppi um að hætta
út gáfu Jökuls.
Fríblöð eins og Jökull eiga allt
sitt undir að fólk, félög og fyrirtæki
auglýsi í þeim eða styrki á annan
hátt. Traustur hópur einstaklinga
og fyrirtækja hefur styrkt útgáfu
blaðsins með reglulegum
greiðslum, sem hefur gert það
að verk um að hægt er að halda
út gáf unni úti þó að auglýsingum
fækki. Það gerist óhjákvæmilega
hluta ársins þegar minna er um
að vera. Þessum styrktaraðilum
þökkum við kærlega mikilvægan
stuðning og vonumst til að njóta
hans áfram.
Jökli hefur verið dreift í
Grundar firði auk Snæfellsbæ frá
2010 þegar Vikublaðið Þeyr hætti
útgáfu. Illa hefur gengið að fá
einhvern til að sjá um fréttaöflun
fyrir blaðið í Grundarfirði. Í blað
inu í dag er auglýst eftir áhuga
sömum einstaklingi í verkið, sem
vonandi skilar árangri.
Félög og klúbbar á dreifingar
svæði Jökuls eru eindregið hvattir
til að senda fréttir af starfinu til
okkar og láta þannig samfélagið
vita hvað er um að vera, það
getur líka aukið áhuga fólks á
að ganga í viðkomandi félag eða
klúbb. Íbúar eru einnig beðnir
um að senda okkur ábendingar
um fréttir eða jafnvel senda
okkur pistla.
Eins og lesendur hafa vonandi
tekið eftir þá hefur Jökull verið
prentaður í lit sl. ár, útgefandi
hefur tekið ákvörðun um að ekki
verður lengur boðið sérstaklega
upp á verð á svarthvítum aug
lýsingum, á móti kemur að verð á
lita uglýsingum lækkar verulega.
Áfram verður boðið upp á
sérstök kjör til þeirra sem auglýsa
reglulega eða ef sama auglýsingin
byrtist oftar en þrisvar.
Til að koma til móts við félög og
klúbba á dreifingarsvæði Jökuls
þá mun verða veittur sérstakur
afsláttur af auglýsingum til
þeirra.
Ný auglýsingaverð taka gildi
1. febrúar.
Verð á auglýsingum í Jökul
verða þessi:
Heilsíða 32.800+vsk
Hálfsíða 23.400+vsk
1/4 13.900+vsk
1/8 10.800+vsk
1/16 8.100+vsk
Hugleiðing
ritstjóra
Þær tóku daginn snemma
konurnar í Kvenfélagi Ólafsvíkur
á síðasta þriðjudag. Þá bökuðu
þær 2.070 sólarpönnukökur
ýmist með sykri eða rjóma.
Hófust þær handa við að baka um
hálf fimmleitið um morguninn
en deigið höfðu þær útbúið
daginn áður að hluta til. Fyrirtæki
og stofnanir sem höfðu pantað
pönnukökur ýmist sóttu eða
fengu þær keyrðar til sín og var
byrjað að keyra út fyrir klukkan
átta um morguninn. Bakstrinum
og frágangi var svo lokið um
klukkan ellefu. Í Kvenfélagi
Ólafsvíkur eru 37 félagskonur
og mættu allar sem vettlingi
gátu valdið í þetta verkefni en
bakstur á sólarpönnukökum er
ein af aðal fjáröflunum félagsins.
Vildu kvenfélagskonurnar fá að
koma á framfæri kæru þakklæti
við þeim góðu viðtökum sem þær
fá alltaf við þessu verkefni sínu.
þa
Sólinni fagnað