Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 31.01.2019, Blaðsíða 7

Bæjarblaðið Jökull - 31.01.2019, Blaðsíða 7
Alicante - Alicante Eigum laus tímabil í íbúðinni okkar í Los Arenales á Alicantesvæðinu á Spáni. Allar nánari upplýsingar má nna á heimasíðu félagsins verks.is eða í síma 456-5190. Félag eldri borgara í Grundar­ firði og Grundar fjarðar bær standa að verkefni um heilsueflingu fyrir íbúa sem eru 60 ára og eldri eða búa við örorku. Verkefnið fer af stað með góðum stuðningi Grundarfjarðardeildar RKÍ og aðkomu HVE og fleiri aðila. Kynningarfundur var haldinn laugardaginn 26. janúar sl. þar sem verkefnið og vetrardagskráin var kynnt, auk þess sem Ásthildur E. Erlingsdóttir, sálfræðinemi var með erindi um tengsl hreyfingar og heilsu. Markmið heilsueflingarinnar eru að stuðla að auknum lífs­ gæðum og betri heilsu íbúa, með því að gera hreyfingu að reglu legum þætti í daglegu lífi. Sædís Helga Guðmundsdóttir einka þjálfari verður leiðbeinandi hópsins, en í boði eru tímar 2var í viku í íþróttahúsi og 2var í viku í Líkamsræktarstöð bæjarins. Ætlunin er svo að flétta ýmsum æfingum inní dag skrána, t.d. crossfit, jóga, o.fl. auk þess að fá inn fræðsluerindi. Þátt tak endum stendur til boða að fá ástands­ mælingar, til að mæla styrk, þol og jafnvægi, fyrir og eftir hverja önn, auk þess sem samstarf verður við hjúkrunarfræðing heilsu gæslu stöðvarinnar þar sem fólki býðst að koma í heilsuviðtal. Tímar í hreyfingu hófust þriðjudag 29. jan. og í næstu viku bætast tímar í ræktinni við. Heilsuefling í Grundarfirði

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.