Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 13.06.2019, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið Jökull - 13.06.2019, Blaðsíða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 1.100 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Fiskmarkaður Snæfellsbæjar, Slægingarþjónustan og Daniel Wasiewicz færðu sjúkrbílunum í Snæfellsbæ góða gjöf í síðustu viku. Færðu þeir sjúkrabíunum bakpoka sem mun auðvelda sjúkrflutningamönnum störf sín mikið en bakpokan geta þeir notað þegar ganga þarf og setja þá nauðsynleg gögn í hann enda auðveldara að bera á bakinu. Það voru þeir Magni Jens Aðalseinsson og Daniel Wasiewicz sem afhentu þeim Patryk Zolobow og Birnu Dröfn Birgisdóttur bakpokan. Sögðu þeir að þeim væri ánægja að geta lagt þessu frábæra starfsfólki lið sem stendur vaktina á sjúkrabílnum í bæjarfélaginu. þa Gáfu bakpoka í sjúkrabíla Það fer vel um lómaparið sem liggur á eggjum sínum í Rifsósnum. Þetta sama par verpti þarna á ósnum í fyrra en þá flaut hreiðrið þeirra upp eftir miklar rigningar og komu þeir engum ungum upp. Kom parið aftur í vor og verpti á sama stað en þeim eggjum var stolið undan honum. Brá Sæmundur Kristjánsson á það ráð að setja gras hjá honum til að minni líkur væru á að hreiðrið flyti upp ef rigndi og hefur hann verpt þar aftur og liggur nú á eggjunum. Ekki eru neinar rigningar í kortunum framundan svo vonandi komast ungarnir á legg að þessu sinni. þa Lómur verpir í Rífsós Laus staða við Grunnskóla Snæfellsbæjar Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir eftir starfsmanni í eldhúsi í 70% starf við Lýsuhólsskóla. Starfsvið: • Skipuleggur matseðil hvers mánaðar • Annast aðdrátt á matvörum • Eldar og ber fram mat • Sér um frágang og þrif í eldhúsi • Tekur þátt í öðrum verkefnum innan skólans Menntun, reynsla og hæfni: • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi • Góð kunnátta í íslensku er skilyrði Borgað er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga. Umsóknarfrestur er til 23. júní, umsóknareyðublað er á heimasíðu Snæfellsbæjar, https://snb.is/wp-content/uploads/2013/12/Atvinnuums%C3%B3kn.pdf Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason skólastjóri í síma 894 9903 og Rósa Erlendsdóttir síma 863 8328. Umsóknir skal senda til skólastjóra hilmara@gsnb.is.

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.