Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 13.06.2019, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið Jökull - 13.06.2019, Blaðsíða 6
Sjómenn voru að venju heið­ raðir á Sjómannadeginum í Snæ­ fells bæ og fór heiðrunin fram í sjómannagörðum bæjar félags­ ins. Sigurður Höskuldsson og Björn Erlingur Jónasson ásamt eiginkonum sínum voru heiðraðir í Ólafsvík. Voru þeir báðir til sjós í nálægt 50 ár þar af voru þeir skipsverjar í 38 ár á Ólafi Bjarnasyni SH­137. Á Hellissandi var Kristján Jóhannes Karlsson heiðraður en hann er nýhættur til sjós. Var Kristján vélstjóri á ýmsum bátum í yfir 50 ár, var hann fyrst á Sveinbirni Jakobssyni SH­10. þa Björgunarbáturinn Björg hefur haft í nógu að snúast undanfarið, hefur hún farið ófáar ferðirnar til að sækja báta og draga í land. Hafa bilanirnar verið af ýmsum toga allt frá biluðum slöngum til vélarbilana. Myndina tók ljósmyndari þegar Björgin sótti Geira SH vegna olíustíflu út að Malarrifi og dró hann til hafnar á Rifi. Gekk ferðin vel þó leiðindaveður hafi verið fyrir innan ness. Þess má geta að þegar þessi frétt er skrifuð er Björgin í enn einu útkallinu og á leið í land með bátinn Snúlla SH frá Grundarfirði og ferðinni heitið til hafnar í Rifi en hann bilaði 14 mílur norður af Rifi. þa Sjómenn heiðraðir á Sjómannadag Björgin aðstoðar smábáta Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður í Ólafsvík 15. júní og verður hlaupið frá Sjómannagarðinum kl. 11:00. Í ár er 30 ára afmæli Kvenna­ hlaups ins en þetta er í 29. skiptið sem það er haldið í Ólafsvík. Vegalengdir sem eru í boði eru 2,5 km. og 5 km. Forsala í sund lauginni. Þátttökugjald fyrir 12 ára og yngri er 1.000 kr. og fyrir 13 ára og eldri er gjaldið 2.000 kr. Kvennahlaupsbolur, buff, Kristall og Nivea vörur fylgja þátttökugjaldi og einnig verður frítt í sund. Að auki verður ávaxtaveisla í boði eftir hlaup og glæsilegir happ drættis­ vinningar dregnir út. Elfa E. Ármannsdóttir og Sigríður Þórarinsdóttir sjá um hlaupið. Konur á öllum aldri eru hvattar til að mæta. Sjóvá Kvennahlaup - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.