Úrval - 01.11.1978, Blaðsíða 3
1
Nóvember
37. ár
11. hefti
.1978
Nú er nóvember að nálgast og veturinn í nánd. Sunnlendingar hafa fengið
besta sumar í mörg ár og munu víst fáir sjá ofsjónum yflr því; það hlaut að
koma að því, að sumarið kæmi fyrir sunnan. Sunnlendingur, sem aðeins hefur
komið á Austfirði í fá skipti og alltaf verið óheppinn með veður, sagðist á dög-
unum ekki myndu vilja flytja þangað, þar væri rigningin ennþá verri en hér
fyrir sunnan. Honum var þá svarað: ,,Þar rignir, þegar rignir, en veðrið er gott
á milli. En hér rignir, þegar rignir, og þess á milli er svo suddi eða skúrir. ’ ’ En
þannig var þetta ekki í sumar, veðrið lék við okkur hér á suðvesturhorninu og
gróður allur óx svo að við lá að sumum þætti nóg um.
Vonandi fer veturinn vel með landsmenn alla, en hér kemur nóvemberhefti
Úrvals til að létta mönnum skammdegið. Af efni þessa heftis er undirritaður
hrifnastur af bókinni, sem er eftir ítalskan höfúnd að þessu sinni, skemmtilega
skrifuð og minnisverð lýsing á lífi ungs drengs af yfirstétt á síðustu öld. Vel
færi, ef lesendur reyndust sama sinnis, og því fúsari til að fyrirgefa að bókin er í
lengra lagi að þessu sinni.
Ritstjóri.
Kápumyndin:
Enn eru þeir að fá ’ann í Firðinum, og selja hann beint upp úr bátunum. Þar
hefur margur fengið lystilega soðningu. Jón Karl Snorrason hefúr ugglaust
verið að fásérí soðið, þegar hann tókþessa mynd í Hafnarfjarðarhöfn.