Úrval - 01.11.1978, Blaðsíða 20
18
Þær eru að koma — með meiri hraða, þægindum og þar
að auki hljóðlátari en frumherjana dreymdi um. — Fer
kannski að vera mál fyrir okkur íslendinga að huga að
samgöngutækninni, sem við hlupum yfir?
— Charles Barnard og Geoffrey Lucy —
LESTIRNAR
TAKA GJÖRBYLTINGU
/K/fciK'/K"^ JÖRUTlU og einu sinni á
• Cj) dag, alla virka daga,
renna hraðskreiðustu
vK* dísillestir heimsins burt
F
*
*
* ___________________________
vK/KiKitC'iK fr^ p^ddineton brautar-
stöðinni í London, til Bristol og
Suðurwales. Þær gleðja augað: Gular,
bláar og fölgráar, nýþvegnir
gluggarnir tindra, þar sem sjö
farþegavagnar og tvær straumlínu-
lagaðar eimreiðar í hverri lest þjóta
um úthverfi höfuðborgarinnar með
160 km hraða á klukkustund. Sjö
mínútum eftir brottförina frá
Paddington hafa þær náð fullum
ökuhraða — 125 mílum (200 km) á
klukkustund. Og hraðinn hefur gefið
tegundinni nafn: Inter-City 125.
Framrúðan er hallandi og veitir
góða útsýn. Hún er nógu öflug til að
standast árekstur við tveggja punda
stálflaug á 300 km hraða. Þar á bak
við situr lestarstjórinn og stjórnar
tveimur voldugum dísilvélum, sem
framleiða til samans 4.500 hestöfl. En
hann hefur nóg að gera. Hann verður
að einbeita sér til fulls og vera vel á
verði, því nóg er um hvers konar
merki á leiðinni, sem hann verður að
taka tillit til, auk þess sem hann
fylgist með dlsilvélunum góðu.
Farþegar hans eiga á hinn bóginn
áhyggjulausa ferð í velbúnum, hljóð-
einöngruðum og loftkældum klef-
unum. Sætin eru fóðruð með áklæði,
sem auðvelt er að þrífa, og það er í
glöðum litum. Vagnarnir eru teppa-
lagðir út í horn og tvöfalt