Úrval - 01.11.1978, Síða 12
10 ÚRVAL
Sumt fólk er fætt til að hafa ketti. Upp á hina er köttum
þvingað.
KATTASAMSÆRI
— Gilbert Millstein —
*
A
F ástæðum, sem ég þekki
ekki og kæri mig ekki
^ um að vita, er heimurinn
vK- mengaður (það er ekki
hægt að orða það öðru
vísi) af harðstjórn (það er heldur
ekkert annað orð til fyrir það) katta:
Köttunum sjálfum, sögum og ljóðum
um ketti, já, og í orði kveðnu eftir
ketti, æti handa köttum, hlutum
handa þeim að éta, hafa á sér, sitja á,
sofa á, stunda íhugun yfir og klóra,
kattamáiverkum, teikningum og
skopteikningum — og öllu þessu í
óhugnanlegum mæli.
Ég kannast við mjög hæfan katta-
lækni, sem stílar reikningana sína á
kettina sjálfa c/o eigandann, og
lætur sem reikningarnir komi frá ein-
hverjum af hans eigin köttum.
Ég þekki líka sálfræðing, sem
elskar ketti. Skynsemislaust. Hún á
hundruð katta og getur ekki hugsað
sér að sjá af einum einasta þeirra.
Meira að segja, þegar einhver þeirra
drepst, vefur hún hann innan í plast,
skrifa nafnið hans utan á og setur
hann í frystikistuna. Þegar ég verð
skrýtinn, hef ég ekki hugsað mér að
fara til hennar.
— Stytt úr New York Times Magazine —