Úrval - 01.11.1978, Page 35
A TLANTIS — LEYNDARMÁL LANDSINS TÝNDA
33
Um aldir (12.000—9.000 f.Kr.),
segir Plató, var menning atlanta ríkj-
andi á þeirra jarðarhveli og þeir réðu
fyrir heimsveldi, sem náði að mörk-
um Egyptalands og Ítalíu. Þeir leit-
uðust við að efla þjóðfélag, þar sem
bræðralag og siðgæði væru æðstu
dyggðir. 1 En svo fór, skrifar Plató,
að ágirndin í efnaleg gæði gagntók
þá og þeir reyndu að leggja
undir sig allt miðjarðarhafssvæð-
ið. Forfeður grikkja hröktu þá á
flótta.
Síðan, ef trúa skal Plató, gleypti
hafíð Atlantis ,,á einum hræðilegum
degi og einni skelfílegri nóttu. ’ ’
Þegar Plató var allur, trúði enginn
á Atlantis framar. Sagan um landið
týnda var talin ævintýri. En ævinlega
hefur það samt megnað að vekja
ímyndunarafl söguunnenda og
þeirra, sem dulúðin heillar. Kenning-
' ar hafa verið settar fram um að
Atlantis hafi verið þar sem nú er
Svíþjóð, Suður-Afríka, Krít,
Bahamaeyjar, Sri Lanka. Eitthvað um
10 þúsund bækur og greinar hafa
verið skrifaðar um fyrirbrigðið, en