Úrval - 01.11.1978, Page 37
A TLANTIS - LEYNDARMÁL LANDSINS TÝNDA
35
legt var til að hámenning gæti
blómstrað.
Sambandið milli Atlantis og golf-
straumsins er að dómi Mucks skýring
á furðulegum eðlunarháttun Evrópu-
álsins. Hann klekst út á Sargossahaf-
inu, suðvestur af Asoreyjum, en
flýtur síðan með golfstraumnum í
þriggja ára ferð til Evrópu — auð-
unnin bráð öllum rándýrum úthafs-
ins — þar sem hann leitar svo upp í ár
og læki. Eftir tíu til fimmtán ár snýr
hann aftur leiðina löngu til Sargossa-
hafsins til að tímgast.
Hvers vegna leitar állinn svona
langa og hættulega leið? Vegna þess,
segir Muck, að eðlisávísun álsins þró-
aðist meðan ferskt vatnið í ám og
lækjum Atlantis var aðeins örskots-
spöl frá klakstöðvunum í Sargossa-
hafí. Állinn fylgdi blindri eðlisávísun
sinni og hélt áfram að fylgja golf-
straumnum í sömu átt, þótt Atlantis
væri horfið. Muck telur líka mögu-
leika á, að Atlantis hafi verið tengi-
liður milli Ameríku og gamla heims-
ins. Það sem mesta athygli hans
vekur, er líkingin með pýramídum
Egyptalands og pýramídum Mið- og
Suðurameríku. En það er líka freist-
andi að líta á tengslin milli baskanna
á Spáni og maya-indjánanna, sem
reistu mest af pýramídum nýja
heimsins.
Bæði baskar og mayar státa af arn-
arnefjum. Þótt baskamálið sé talið
mjög sérstætt, segir Muck frá trúboða
af baskaættum, sem uppgötvaði sér
til undrunar mayaættflokk á af-
skekktum stað í Guatemala, sem
skildi hann. Bæði baskar og mayar
notuðu samskonar tól til að erja jörð-
inafyrirsáningu. Pelota, þjóðarleikur
baska, sem leikinn er með tveggja