Úrval - 01.11.1978, Qupperneq 40
38
ÚRVAL
skýinu mikla. Þeir fóru stað úr stað
undir svarbrúnum himni, og grilltu
sólina aðeins sem dimmrauða glóð.
Þegar mannkyninu tókst aftur að
koma sér upp frumdrögum menning-
ar, um 4 þúsund fyrir Krist, var
Atlantis aðeins nafn. Allar leifar vís-
inda þess, listar og tungumáls, voru
horfnar. Mannkynið þurfti 6 þúsund
ár í viðbót til að safna sér þeirri þekk-
ingu, sem Muck notaði til að rýna 1
djúpin og uppgötva á himni þær
rugluðu stjörnur, sem hann telur að
grandað hafi Atlantis.
★
Eiginmaðurinn við konu sína, um leið og hann stillir sjónvarpið:
„Manstu, þegar við stóðum í biðröðum í rigningu til þess að komast
á allar þessar myndir, sem við slökkvum á núna?”
Þegar við bróðir minn komum inn í fjölskyldufyrirtækið, uppgötv-
uðum við fljótlega, að þótt faðir okkar væri ötull kaupmaður og
árangursríkur, bar hann litla virðingu fyrir venjulegu bókhaldi. Þegar
hann vantaði pening í vasann, hreinsaði hann einfaldlega peninga-
kassann í búðinni og gaf engar upplýsingar um, hve mikið hann tók.
En við hertum upp hugann og báðum hann um að láta miða í kass-
ann, þegar hann hreinsaði úr honum, og skrifa á miðann hve mikið
hann tæki. Hann tók þessu mjög vel, og ánægja okkar yfir viðtökum
hans stóð fram á næsta laugardag, þegar við snerum okkur að því að
gera upp kassann eftir daginn. Þá var ekkert í honum nema miði sem
á stóð: , ,Tók allt’ ’ — og stafír pabba undir.
Jim Munco
Nágrannar dótturdóttur minnar taka hana iðulega með sér í öku-
ferð, svo hún varð mjög döpur eitt sinn er hún sá að þau voru að
leggja upp í sunnudagsferð, án þess að bjóða henni með. Hún fór að
háskæla og hljóp inn. Grönnunum rann til rifja, svo þeir buðu henni
að koma líka, en þá jókst bara grátur telpunnar. ,,Hvað er eiginlega
að þér’ ’ spurði móðir hennar. , ,Þú fórst að skæla þegar þau buðu þér
ekkimeð, ogþegarþau bjóðaþér, skælirþú ennmeir?”
,,Það er of seint,” kjökraði sú stutta. ,,Ég er búin að biðja guð að
láta rigna!
Bob Taylor
,,Nei, ég held ekki að mér þyki vænt um flygilinn minn. Ég hef
aldrei getað orðið ástfanginn af neinu þrífættu.”
Victor Borge