Úrval - 01.11.1978, Síða 47
45
SUMARJÐ SEM ÉG PAKKAÐI INN KÁLHAUSUM
Áí AÐURJNN sagði: , ,Þetta starf krefst þolinmæði. Ekki sérstakra
hæfileika. Þú situr á þessu litla skammeli innan um hundmð kál-
hausa. Þú pakkar hverjum haus inn í sellófan. Venjulega heldur
fólkið þetta ekki út nema einn mánuð.”
Þegar ég kom heim og sagðist hafa fengið sumarvinnu við að
pakka kálhausum, sagði pabbi: ,,Annað af tvennu getur gerst:
Annað hvort fer þér að þykja vænt um vinnuna og minnast hennar
með fögnuði, eða þú færð óbeit á henni og vilt aldrei sjá kálhaus
framar.
,,Hún þolir aldrei sð sjá kálhaus framar,” tilkynnti bróðir minn.
Pabbi sagði hugsi: „Kálhaus er stórkostlegur hlutur. Þegar hann
er þroskaður, þekur hann álíka stóran hluta af heiminum og
diskur.
Kálhausar búa úti á landi en flytjast svo til borganna. Stundum
ferðast þeir með flugvélum. Ég efast um að nú sé hægt að finna
nokkurn, sem flytur kálið sitt á handvagni.
Þarna úti í sveitinni sjá kálhausarnir borgarljósin blika á kvöldin.
Þeir sjá stjörnurnar og tunglið og gerfítunglin á braut. Þeir verða
vitni að mörgu.
Ekkert annað grænmeti er eins líkt mannshöfði og kálhausinn,
með öllu sínu æðakerfl. Sumir hafa fínar æðar — aðrir hafa út-
stæðar æðar — hver einn hefur sitt sérkenni. Þeir em göfúgir og
þróaðir.
Sum kálblöð em blágræn — sum gulgræn — mörg blöðin em
kmmpuð — önnur stíf og slétt — enn önnur teygja sig og breiða
úr sér.
Ef þú ert heppin, færðu meira að segja að sjá rauða kálhausa.”
Hann sagði þetta hljóðlega, en ég heyrði hvert orð.
Og allt þetta sumar, meðan ég pakkaði og pakkaði, vom það
orð hans
og kálhausarnir
sem hresstu mig. Ég pakkaði í þrjá mánuði og hætti
bara af því
að skólinn var að hefjast á ný.
Mér þótti verst að eiga ekki lengra sumarfrí.
— Maggie Smith —