Úrval - 01.11.1978, Page 48
46 ÚRVAL
,,Eg held þau séu öll dáin, ” sagði einn viðstaddra. En
unga hjúkrunarkonan tók málið ísínar hendur.
— Janice Tyrwhitt —
BILSLYS A ÞJOÐBRAUT 11
* ORÐURLEÐARBlLLINN
|5 var tæplega kominn út
rfj fyrir Norðurflóa í kana-
íjí díska ríkinu Ontaríó,
þegar hann nam
snögglega staðar. Þetta var laugar-
daginn 11. október 1975 og klukkan
var hálf tvö að nóttu. Jody Stevens
rýndi fram úr bílnum og sá langa röð
af rauðum afturljósum teygjast
framundan á þjóðbraut 11. „Það
hlýtur að hafa orðið slys,” sagði hún
við þann, sem hjá henni sat. , ,Eg ætla
að fara og vita hvort ég get eitthvað
gert.”
Jody var hjúkrunarfræðingur 1
Toronto og var nú á leið heim til
Timmins til að halda upp á 24 ára
aimælið sitt hjá foreldrum sínum.
Þétt haustregnið silaðist gegnum
flauelskápuna hennar, meðan hún
gekk svo sem hálfan kllómeter fram
með kyrrstæðum ökutækjunum, þar
til henni mætti óhugnanleg sjón. I
skímu bílljósa og flöktandi við-
vömnarblysa sá hún blóðflekki á
þessari tveggja akreina þjóðbraut.
Gamall skólabíll, sem breytt hafði
verið í húsbíl, lá á hliðinni úti í vegar-
skurðinum. Á vinstri vegarbrún stóð
vörubíll með tvö dauð elgsdýr lafandi
út af pallinum. Úti á hægri vegar-
/ ✓K' ***
*
.* * N