Úrval - 01.11.1978, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
legan andlitslit. Hún athugaði æða-
slátt hans, og fann að hann var hraður
og óreglulegur. Hann hafði slegið
neflnu í sætishandfang, um leið og
bíllinn valt. Jody lét einnig flytja
hann á sjúkrahús.
Síðasti sjúkrabíllinn beið enn eftir
þvl, að tækist að losa Jodouinhjónin,
sem enn vom klemmd inni í bíl-
flakinu. Meðan björgunarmenn
beittu tjökkum til að opna bíldyrnar
öðm megin losaði lögreglan um
umferðarhnútinn. Bílar tóku að
sniglast fram hjá í einfaldri röð.
Áædunarbíllinn, sem Jody var faiþegi
í, kom fram hjá, en lögreglan bað
Jody að fara ekki. Hún var gegndrepa
og leið illa og langaði til að komast
heim. Þar að auki vom skyrtan
hennar og gallabuxurnar alblóðugar.
, Já, ég skal vera kyrr,” sagðihún.
Lokst tókst með hjálp kranabíls að
losa um Jodouinhjónin. Þau vom
lögð inn í sjúkrabílinn, og Jody ók
með lögreglunni, sem fór á undan
sjúkrabílnum til spítalans x Norður-
flóa. Þegar hún hafði skolað af sér
mesta blóðið og óhreinindin á
lögreglustöðinni, þáði hún tilboð
eins lögregluþjónsins um að elta uppi
áætlunarbílinn hennar og koma
henni í hann aftur.
Foreídrar hennar tóku á móti
henni á bílastöðinni í Timmins.
Þegar hún var loks komin heim, sagði
hún þeim örþreytt frá þvx, sem gerst
hafði, fór úr blóðslettum fömnum, í
heitt bað og svo í rúmið. Hún svaf
allan laugardaginn.
Hjónin tvenn vom lögð inn á gjör-
gæsludeild á spítalanum í Norður-
flóa. Læknirinn, sem var á vakt þessa
nótt, sagði seinna: „Áverkar þeirra
vom alvarlegir, en fmmhjálpin, sem
þau fengu, var mjög góð.
Höfuðleðrið var bókstaflega flett af
Omer Fortin, en blæðingin hafði
verið stöðvuð.” Gmnur Jody um, að
hann væri hjartaveill, reyndist heldur
ekki út í bláinn. Hann þjáðist af of
háum blóðþrýstingi.
Lucie Fortin var með brotna
mjaðmagrind og báða úlnliði. Þar að
auki var hún úr lið á hægri öxl. Hún
hefur gengið undir þrjá uppskurði
síðan þetta var. Charles Jodouin var
með brotið viðbein, hægri úlnlið og
svo sundurskorinn vinstri vísifingur,
að 24 spor þurfti til að loka honum.
En þrátt fyrir þrýstinginn af stýrinu
hafði hann ekki hlotið nein innri
meiðsl. Jeanne Jodouin var með
óteljandi skurðsár x andliti og á
fómm. Robert Mack fékk að fara af
spítalanum eftir að hann hafði fengið
meðferð til að aflétta taugaáfalli.
Þá þrjá tíma, sem Jody Stevens var
á slysstaðnum, varð hún að berjast við
óvissu sína. Ég er ekki nema rúmlega
unglingur, hugsaði hún. Ætli ég ráði
við þetta? Ef ég tek læknisfræðilegar
ákvaiðanir, sem menntun nún leyfir
ekki, er þá ferli mínum sem
hjúkrunarfræðingi lokið? Þegar
lögreglumaður kvaddi dyra hjá henni
rúmlega hálfú ári seinna, var hún viss
um að nú væri hafin rannsókn á
atferli hennar á slysstaðnum. En þess