Úrval - 01.11.1978, Side 66
64
ÚRVAL
það lítur út fyrir að ungt fólk nú til
dags gangi ekki út. Eg veit bara, að
eins og astandið er, verður sifellt
erfiðara fyrir foreldra að draga sig í
hlé. Einn vina okkar sagði alltaf:
„Smárn saman verða börn að sendi-
bréfum, og dag einn hætta bréfin að
koma.” Ég trúði honum. Ég skældi
meira að segja dálítið yfir þessu. En
seinna hef ég komist að því, að raun-
veruleikinn er öðru vísi. Hjá okkur
hverfa börnin ekki. Þau breytast bara
í fastagesti. Þar sem þau eiga ekkert
heimili sjálf, birtast þau jafn oft og
matarleifar, með sama yfirgengilega
O skopskyninu og fellibylsfaraldrinum
og ferðamaður, sem hefur ákveðið að
sjá allt Vatíkansafnið á tuttugu
mínútum.
Þau ætla sannarlega ekki að verða
til óþæginda. ,,Nei, mamma min,
sittu bara kyrr. Ég ætla bara að fá mér
brauðsneið.” En eftir örstutta stund
heyrist drynjandi bassi innan úr
iðmm kæliskápsins: „Eigum við
ekkert mæónes: Eg skal segja þér að
þetta salat er ekkert spennandi.” Nú
vill þannig til, að þetta barn býr um
100 kilómetra héðan. Hvað meinar
það með ,,eigum við ekkert
mæónes:”
Nú skyldi enginn halda, að ég óski
þess að komast á eftirlaun frá for-
eldrastandinu á sama hátt og
bankagjaldkeri kemst á eftirlaun frá
kassanum sinum. Það eina, sem ég
fer fram á, er að heimilaskiptin verði
skir. Meðan þetta hérna er ennþá
heimili barnanna, eða að minnsta
kosti sá staður þar sem þau geyma
sumarfötin sin, neyðist ég, nauðug
viljug, til að hlýða sem móðir.
Kannski langar einhvern að spyrja,
hvort tuttugu og þriggja ár telpa
gæti þetta miklu betur en ég Já, vist
gæti hún það. Og hvað ég skal njóta
þess, þegar ég heyri aðra ábyrga
persónu segja við einhvern minna
kæru sona: ,,,Almáttugur. Þú hefúr
þó ekki hugsað þér að fara út í
þessu!?”
Þótt ég hafi sagt, að börn séu eins
og fastagestir, má ég til að gera ofur-
lítinn lista yfír það á hvern hátt
venjulegir gestir eru öðru vísi en
börnin manns:
1. Gestur hringir ekki um mið-
næturleytið og segir: ,,Hæ, mamma,
við Steffen komum i mat á morgun -
er það ekki i lagi: ... .Nei, nei, það var
Steen, sem var með sálflækju, af því
að pabbi hans er fræðingur. Steffen
er ágætur — hann getur bara ekki
borðað neitt með eggjumi. Bless.”
2. Gestur kemur ekki með allt
óhreina tauið sitt og afhendir mér.
3. Hann skrifar falleg þakkarbréf.
Vinur okkar, Jóhann, dvaldi hér hjá
okkur i fimm daga fyrir skemmstu.
Þegar hann var kominn heim aft-
ur, hann: ,,Kæru þið! Hér
heima verða hlutirnir aldrei samir
aftur, en minningarnar fæ ég að
eiga. . . ” Auðvitað má maður ekki
vænta svo bókmenntalegs sálarupp-
gjörs frá fjölskyldumeðlimi. En finnst
ykkur ekki að einhver gæti af og til