Úrval - 01.11.1978, Side 70
68
ÚRVAL
Það er ekki notaleg tilhugsun að vera bundinn á öðrum
fætineðan í flugvél, þeysandiyfir stórri borg. Þetta mátti
norski fallhlífarstökkvarinn Arne Husby þó reyna í
desember ífyrra.
Flugmaðurinn, EilifNess.
BUNDINN NEÐAN I FLUGVEL
ORSKI fallhlífarstökkv-
R arinn Arne Husby stóð
£ rólegur við dyrnar í
£$ Cessna flugvélinni og
beið þess að flugmaður-
inn, Eilif Ness, sem sjálfur er einn
fremsti fallhlífarstökkvari norð-
manna, gæfí honum merki um að
stökkva. Þetta var svalur en skír
desemberdagur yfir Osló, ákjósanlegt
veður til fallhlífarstökks, ofurlítið föl
á jörðu.
Allt i einu rétti Eilif þumalinn
upp. Það var merkið sem Arne beið
eftir. Eilif mátti treysta. Þessi 46 ára
kappi hafði 1.456 fallhlífarstökk að
baki. Arne velti sér á bakinu út úr
flugvélinni. Þeir voru í þrjú þúsund
feta hæð.
Hann hafði ekki lengi fallið, þegar
eitthvað rykkti snöggt og illilega í
hann. , ,Það var eins og sprenging yrði
innan í hjálminum mínum,” sagði
hann seinna. Það var ekki um að vill-
ast. Hann hafði flækt vinstri fótinn í
bandi, sem náði tvo metra niður úr
flugvélinni.
Fyrsta hugsun Arne, sem hékk með
höfuðið niður undir vélinni, var að
losa sig. Hann reyndi að kreppa sig
upp svo að hann næði í bandið og
gæti losað það af fætinum, en það var
— Endursagt úr National Enquirer —