Úrval - 01.11.1978, Síða 71
BUNDINN NEÐAN í FLUGVÉL
ekki hægt. Hann hafði enga við-
spyrnu og loftmótstaðan kom í veg
fyrir að hann gæti kreppt sig nóg til
að ná að losa bandið.
„Ég vissi að ég var eins og fiskur á
færi,” sagði hann, ,,en ennþá fann
ég ekki til hræðslu. Það eina sem
komst að hjá mér var baráttuviljinn. ’ ’
Hann losaði hnífinn, sem festur var
við fallhlífina hans og reyndi að
sveifla sér svo að hann næði að skera á
bandið. Það munaði mjóu — en
nógu. Honum tókst ekki að sveifla sér
nóg. Svo fékk hann yflr höfuðið og
fór að svima.
,,Ég man að ég sagði við sjálfan
mig: Ekki hætta að hugsa. Ég verð að
halda metvitund . . . Ég næ ekki að
skera á bandið, en eitthvað hlýtur að
vera hægt að gera. Hvað get ég reynt
næst?”
„Þegar Arne var stokkinn, flaug ég
í sveig til að sjá hvort ekki væri allt í
lagi hjá honum,” sagði Eilif Ness.
,,Ég sá hann hvergi. Svo heyrði ég
hróp, svo ég lagði flugvélina á hliðina
til hægri og sá hann þá dingla með
höfuðið niður undir vélinni. ’ ’
Eilif varð fyrst fyrir að litast um
eftir einhverju til að skera bandið frá
vélinni, en fann ekkert. Þá kallaði
hann á flugturninn og tilkynnti, að
hann væri með fallhlífarstökkvara
fastan neðan í vélinni. Það varð löng
þögn í flugturninum. Svo var svarað:
„Hvað dettur þérí hug?” Eilif svar-
aði því til, að hann yrði að lenda ein-
hvers staðar annars staðar en á flug-
69
Þannig var afstaða flugvélar og fall-
hlífarstökkvara, þar sem hann var
fastur í bandinu.