Úrval - 01.11.1978, Síða 74
72
ÚRVAL
^Hugsab í orSum
Það slæma við þennan heim er hvað það er miklu auðveldara að
venja sig af góðum siðum en slæmum.
Sommerset Maugham.
Þegar allt virðist vonlaust, fer ég og horfi á steinsmiðinn klappa
klettinn sinn, kannski hundrað sinnum án þess minnsta sprunga
sjáist. En við hundrað og fyrsta hröggið hrekkur hann í tvennt, og
ég veit að það var ekki síðasta höggið, sem gerði þetta að verkum,
heldur öll hin, sem komin voru á undan.
Jacob A. Riis
Ameríkaninn er eins og auðugur faðir, sem vildi að hann gæti
gefið sonum sínum allt það harðrétti, sem gerði hann auðugan.
Robert Frost.
Sá er sjálfselskur, sem leikur of stórt hlutverk í sínu eigin lífi.
Today’s Chuckle
Það er alltaf gott að láta aðra frá sér fara þannig að þeim finnist
þeir vera stærri, en ekki minni, en áður en fundunum bar saman.
Vertu uppbyggjandi, ekki niðurrífandi. Þeir sem eru niðurrífandi,
þeir sem gagnrýna stöðugt, gera ekkert annað en koma upp um
dulinn ótta sinn, ómeðvitaða minnimáttarkennd og öryggisleysi.
Frank Mason
Undir einræði þorir fólk ekki að segja sannleikann við stjórn-
endurna.
I lýðræði þora stjórnendurnir ekki að segja sannleikann við fólkið.
Michael Zolondek.
Áhugi minn er á framtíðinni, því í henni kem ég til með að lifa.
CharlesF. Kettering