Úrval - 01.11.1978, Side 112
110
„Þetta er svo sem fallegt ennþá, en
ekki eins fallegt og það var. ’ ’
, ,0, sýndu mér það samt, ef það er
fallegt,” svaraði hún eins og þetta
skipti raunar engu máli.
Ég vissi ekki hernig ég gæti horfst í
augu við hana framar. Hið innra með
mér fann ég þennan daufa skjálfta,
sem maður finnur á svo sérkennilegan
hátt á þessum aldri, þegar maður
hefur orðið skelkaður eða verið í
háska staddur. Þar á kinninni (ég finn
staðinn ennþá mjög greinilega) sem
Fillí hafði kysst mig, hafði ég sömu
tilfmningu og ég hefði rekið mig á
marglyttu. I þessu frelsaði afturkoma
Giacomos mig, sérstaklega þar sem
hann kom með fyrirmæli um að Fillí
ætti að koma heim og hafa fataskipti,
því þau væru að fara í heimsókn.
Þótt ég væri ennþá heldur vand-
ræðalegur, hafði ég þó náð andanum
og fylgdi systkinunum alla leið út að
horni. Það var líkt og Fillí myndi alls
ekki, hvað gerst hafði. Þegar við
vomm að kveðjast, og ég rétti Gia-
como litasíhverfuna með þökk fyrir
lánið, spurði Fillí: „Finnst þér Gia-
como ekki skemmtilegur? Hann er
svo voða hrifinn af þér.”
„Auðvitað líkar mér vel við
Giacomo,” svaraði ég og tókst í
hendur við hann.
„Enmigþá?”
„Mjög svo, mjög svo,” svaraði ég.
Ég var svo snortinn, að ég hafði varla
mátt í hnjánum. Ég kinkaði kolli til
þeirra beggja; lyfti húfunni 1 kveðju-
skyni og hélt leiðar minnar, næstum
ÚRVAL
slagandi, og var ennþá eins og himin-
fallinn, þegar ég kom heim.
Mamma og bróðir minn vom uppi
á svölum og ég var viss um, að þau
hefðu séð allt. Mér leið strax betur,
þegar hvomgt þeirra gaf mér
óeðlilegan gaum.
Ég flýtti mér að finna spegil, því ég
var sannfærður um að farið eftir
kossinn væri sýnilegt. Þar var þó
ekkert að sjá, en þegar ég hugsaði um
kossinn fann ég til velsældar, sem
minnti mig ofurlítið á þá þæginda-
tilfinningu sem fylgir því að fara
skjálfandi af kulda í hlýtt og gott ból.
Getur það verið, hugsaði ég, að
koss fallegrar stúlku sé eins og bit af
óðum hundi, að sársaukinn komi
ekki fram fyrr en löngu seinna? Er ég
ástfanginn? En eftir því, sem ég best
veit, verða strákar ekki ástfangnir.
Um kvöldið snemst umræðurnar
um Danté. Það var Cesare frændi,
sem sagði: „Það er ekkert til leiðin-
legra en „Hinn guðdómlegi gleði-
leikur,” sá skelfilegi langhundur! Og
veistu hvað? Ég pældi tvisvar í
gegnum hann, af einskærri skyldu-
rækni, tvisvar á ekki lengri ævi. En í
þriðja sinn gafst ég upp, því eftir
annan lestur var mér svo flökurt, að
ég varð að leita mér lækninga til þess
að verða samur maður.
Niccolo frændi var á öndverðum
meiði, fullur af lofi í garð Dantés.
, ,Þú verður að láta þér skiljast, ’ ’ sagði
hann, „að „Hinn guðdómlegi gleði-
leikur” er ekki dagblað eða reyfari,
sem þú getur göslast í gegnum; en ef