Úrval - 01.11.1978, Síða 119

Úrval - 01.11.1978, Síða 119
LJÚFSÁR MINNING 117 Ég hélt innreið mína á Torgið með gardeníu í barminum. Mér var fremur stirt um gang í síðu buxun- um, sem ég var enn ekki orðinn vanur. Þær vildu eins og loða við nær- buxurnar. Það bætti ekki úr skák, hvað ég hlakkað til að hitta Fillií. Hún var að sippa eins og venjulega og kom á móti mér án þess að þekkja mig. Ég nam staðar, og þegar hún kom svo nærri að hún sá hver þetta var, sleppti hún sippubandinu og kom hlaupandi til að faðma mig að sér. Ég man það alveg sérstaklega af því að ég var lokaður inni 1 þessum nýju fötum, hvað ég var kaldur og stífur gagnvart henni, þvert á móti löngun minni, ennþá fremur en ella vegna þess að ég óttaðist að hún kynni að fá aftur þá grillu að kyssa mig, og nú vissi ég hve geigvænlegar afleiðingar það gæti haft. Þögull tók ég um báðar hendur hennar, þrýsti þær þétt og drakk úr augum hennar blíðuna, sem spratt þar fram eins og af lind. ,,En hvað þú ert glæsilegur, svona klæddur, eins og fullorðinn maður! Þú ert stórkostlegur! Nei, sko, þú færir mér meira að segja blóm, og það er ennþá dýrðlegra vegna þess að í nótt sem leið dreymdi mig að þú fylltir kjöltu mína af rósum! ’ ’ Mér þótti fyrir því að færa henni aðeins eitt blóm. Ég hefði viljað eiga fullt fang af rósum, en þær blómg- uðust ekki í garði okkar á þessum tíma árs. Ef svo hefði verið, hefði ég reytt hverja einustu þeirra af runnun- um og fært henni. ,,Þú ert svo myndarlegur svona til fara,” sagði hún og tók þráðinn upp að nýju, en hélt gardeníunni að barmi sér. ,,Þú ert bara eins og Byron.” Ekki vissi ég hver hann var þessi Byron. Vísast var hann einhver Cipi- stione eða signor Caterina í hennar landi. Svo ég spurði smeykur: „Hver erByron?” „Einstaklega myndarlegur maður, enskt skáld, sem gerði svo mikið fyrir land mitt. Við eigum mynd af honum heima. Ég skal sýna þér, hvað þú ert líkur honum. ” Einmitt það, hugsaði ég. Það þýðir að húfan er beint ofan á hausnum á mér, því mamma sagði að þannig væri ég eins og lítill breti. „Þú færðir mér blóm! Svo þú vissir, að það er afmælisdagurinn minn í dag! I kvöld klukkan sex verð ég tíu ára.” „Ég vissi það ekki, og þykir það leitt. Ég hefði þá fært þér mikið af blómum.” Ég hefði stolið þeim úr garðinum, eins og gardeníunni, hugsaði ég með mér. „Komdu með mér,” sagði Fillí og tók í hönd mér. „Sérðu þarna? Þarna situr mamma á bekk með Giacomo. Hún þarf að segja svolítið við þig. Við vorum að bíða eftir þér. ’ ’ Hvað getur hún viljað mér? hugsaði ég. Með feður og mæður eilíflega í kring verða yndisstundir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.